Björn hættir sem framkvæmdastjóri Sónar

Björn Steinbekk, framkvæmdarstjóri SónarReykjavík
Björn Steinbekk, framkvæmdarstjóri SónarReykjavík Morgunblaðið/Kristinn

Björn Steinbekk hefur sagt af sér sem framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík tónlistarhátíðarinnar. Björn komst í fréttirnar eftir að hafa selt fjölda miða á fótboltaleik Íslands og Frakklands á EM, en fjölmargir fengu ekki miðana í hendur og komust því ekki á leikinn.

Björn tilkynnti um ákvörðun sína í færslu á Facebook, en þar segist hann vona að með þessu verði hátíðin áfram hluti af tónlistarmenningu Íslands.

„Ég hef tilkynnt stjórn Sónar Reykjavíkur ehf að ég hef sagt af mér sem framkvæmdastjóri félagsins. Sónar Reykjavík tónlistarhátíðin er verkefni sem ég hef sett alla mína orku í síðustu ár og er á engan hátt tengd þeim málum sem ég stend frammi fyrir í dag. Þetta geri ég með von um að hátíðin fái að vera áfram hluti af tónlistarmenningu Íslands.“

mbl.is greindi frá því í dag að fjöldi fólks hefði haft samband við lögfræðinga undanfarinn sólarhring til að leita réttar síns eftir miðakaupin. Hefur meðal annars verið stofnaður lokaður hópur á Facebook þar sem málsókn gegn Birni er undirbúin.

Uppfært kl 22:11: Færslan hefur nú verið tekin út af Facebook-síðu Björns. Ekki hefur náðst í Björn vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Frétt mbl.is: Hver er Björn Steinbekk

Frétt mbl.is: Mun endurgreiða miðana

Frétt mbl.is: Miðarnir komu ekki frá UEFA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert