Marco sýknaður í héraði

Mikla at­hygli vakti hér á landi þegar Marco sett lit …
Mikla at­hygli vakti hér á landi þegar Marco sett lit í Strokk. Ljós­mynd/​Marco Evarist­ti

Héraðsdóm­ur Suður­lands sýknaði í gær lista­mann­inn Marco Antoinio Evarist­ti af ákæru um að hafa brotið nátt­úru­vernd­ar­lög með því að hella rauðum mat­ar­lit ofan í hver­inn Strokk á hvera­svæðinu við Geysi.

Var Evarist­ti, sem ber lista­manna­nafnið Marco, sýknaður meðal ann­ars með vís­an til þess að orðalag þess ákvæðis nátt­úru­vernd­ar­laga sem ákært var fyr­ir var ekki talið upp­fylla kröf­ur um skýr­leika refsi­heim­ilda.

Land­eig­andi að Geys­is­svæði kærði Marco til lög­reglu.

At­vikið átti sér stað föstu­dag­inn 24. apríl í fyrra. Í ákæru kom fram að um­hverfi hvers­ins hafi verið raskað, þar sem hver­inn gaus rauðlituðu vatni sem sat eft­ir í poll­um og lita­blett­ur urðu eft­ir á stein­völ­um og hvera­hrúðri í kring­um hann, þar sem litar­efnið slett­ist á og sat eft­ir um nokk­urn tíma.

Var málið höfðað gegn Marco með ákæru út­gef­inni af lög­reglu­stjór­an­um á Suður­landi þann 30. nóv­em­ber í fyrra.

Marco neitaði sök og vísaði til þess að hátt­sem­in, sem hon­um var gef­in að sök í ákæru, væri ekki refsi­verð sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um.

Vildi ann­ast um­hverfið og nátt­úr­una

Marco neitaði sök og vísaði til þess að hátt­semi sú sem hon­um var gef­in að sök í ákæru væri ekki refsi­verð sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um. Í skýrslu­töku fyr­ir dómi viður­kenndi hann að hafa, um­rædd­an morg­un, hellt fimm lítr­um af „lista­manna­lit“ niður í hver­inn. Um hafi verið að ræða gjörn­ing, listviðburð eða lands­lagslist, þ.e. hann hafi notað lands­lag sem nokk­urs kon­ar striga fyr­ir mál­verk. Fyr­ir hon­um hafi vakað að ann­ast um­hverfið og nátt­úr­una, búa til fal­legt list­form og hafi hann við það notað efni sem með öllu hafi verið skaðlaust nátt­úr­unni.

Sannað var í mál­inu, með vís­an til framb­urðar Marco fyr­ir dómi, sem fékk stoð í rann­sókn­ar­gögn­um máls­ins, að hann hafi hellt fimm lítr­um af rauðum mat­ar­lit ofan í hver­inn Strokk. Einnig var sannað að þegar hver­inn gaus eft­ir þann verknað barst rauðlitað gos­vatn í jarðveg og polla kring­um hver­inn.

Þá þótti einnig fylli­lega sannað með vís­an til framb­urðar vitn­is, sem kannaði aðstæður við Strokk rétt eft­ir há­degi um­rædd­an dag, að um­merki hafi verið sýni­leg í jarðvegi í kring­um hver­inn.

Refsi­heim­ild­ir ekki skýr­ar

Hins veg­ar var niðurstaða dóms­ins sú að þau ákvæði nátt­úru­vernd­ar­laga, sem ákært var fyr­ir í mál­inu, hafi ekki upp­fyllt þær kröf­ur sem gera verður til skýr­leika refsi­heim­ilda. Því var Marco ekki sak­felld­ur fyr­ir brot gegn þeim ákvæðum.

Dóm­ur Héraðsdóms Suður­lands

Listamaðurinn Marco Ant­onio Evarist­ti.
Listamaður­inn Marco Ant­onio Evar­ist­ti. mbl.is/​Sig­mund­ur Sig­ur­geirs­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert