Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á Ófeigsfjarðarheiði á norðanverðum Vestfjörðum eftir að boð barst frá neyðarsendi.
Að sögn Landhelgisgæslunnar er óvíst hvort þyrlan geti athafnað sig á svæðinu vegna veðurs.
Björgunarsveitir eru einnig á leiðinni á vettvang.
Að sögn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er ekki vitað hver sendi út neyðarboðin.
Spáð er versnandi veðri á heiðinni þegar líða fer á daginn.