Handtóku réttindalausan rútubílstjóra

Maðurinn ók með rússneska ferðamenn að Seljalandsfossi.
Maðurinn ók með rússneska ferðamenn að Seljalandsfossi. mbl.is/Rax

Síðdeg­is á laug­ar­dag hafði lög­regl­an á Suður­landi af­skipti af rútu­bíl­stjóra við Selja­lands­foss sem var með farþega á veg­um rúss­neskr­ar ferðaskrif­stofu. Bíl­stjór­inn var rúss­nesk­ur og hafði þann starfa að aka hóp­um á veg­um ferðaskrif­stof­unn­ar um Ísland. Ekk­ert rekstr­ar­leyfi var til staðar. Ökumaður var ekki með öku­rita­skífu í öku­rita rút­unn­ar og hann var ekki með öku­rétt­indi til akst­urs í at­vinnu­skyni á Íslandi. Ökumaður­inn var hand­tek­inn og færður til yf­ir­heyrslu á lög­reglu­stöðinni á Sel­fossi. Að henni lok­inni féllst hann á lög­reglu­stjóra­sátt sem fólst í 65.000 króna sekt. Að því loknu var hann frjáls ferða sinna en ann­ar bíl­stjóri sá um að aka rút­unni með farþeg­un­um til Reykja­vík­ur en þeir áttu að fara í flug síðar um kvöldið.

Í gær var svo ökumaður staðinn að því við Gull­foss að aka með er­lenda ferðamenn í leigu­bíl í at­vinnu­skyni án rétt­inda og auk þess að hafa ekki full­gild öku­rétt­indi til akst­urs leigu­bíls. Ökumaður­inn var færður á lög­reglu­stöð til yf­ir­heyrslu.

Svo virðist sem nokkuð vanti upp á að þeir sem stunda akst­ur með farþega hafi gild hóp­ferða- og rekstr­ar­leyfi eða að öku­menn séu með öku­rita í lagi. Sex voru kærðir í vik­unni fyr­ir brot af þessu tagi. Þess má geta að í þeim til­vik­um sem kært er vegna öku­rita eru ökumaður og umráðamaður kærðir og refs­ing umráðamanns þyngri en öku­manns.
Tékk­nesk­ir ferðamenn voru stöðvaðir á bif­reið á þjóðveg­in­um í Eld­hrauni. Þeir sögðust hafa tekið bif­reiðina á leigu í gegn­um netið en voru ekki með leigu­samn­ing og bif­reiðin var ekki skráð sem bíla­leigu­bif­reið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert