Erfiðar aðstæður við Sveinsgil

Slysavarnarfélagið Landsbjörg er á staðnum.
Slysavarnarfélagið Landsbjörg er á staðnum. mbl.is/Ómar

Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin að ánni við Sveinsgil en þangað féllu tveir menn sem voru á göngu á svæðinu. Þeir eru báðir erlendir.

Frétt mbl.is: Féll í á við Sveinsgil

Hálendisvakt Landsbjargar og tvær aðrar björgunarsveitir eru einnig komnar á staðinn. Fleiri sveitir eru á leiðinni.

Einnig er búið að óska eftir köfurum og straumvatnsbjörgunarhópum, sem hafa meðferðis báta og línur. Alls hafa um eitt hundrað manns verið boðaðir á staðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu eru aðstæður frekar erfiðar. Þunn snjóbrú er á ánni og er svæðið varhugavert. Leysingavatn er í ánni og er meira í henni en venjulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert