Vill 84 herbergja hótel í Skipholti

Húsnæðið hefur í gegnum árin m.a. hýst Myndlista- og handíðaskólann, …
Húsnæðið hefur í gegnum árin m.a. hýst Myndlista- og handíðaskólann, Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Eigandi húsnæðisins við Skipholt 1 í Reykjavík hefur óskað eftir að bæta við auka hæð ofan á húsið þannig að það verði fimm hæða og svo að innrétta húsið sem hótel með 84 herbergjum.

Myndlista- og handíðaskólinn var áður til húsa í Skipholti 1 og seinna Listaháskóli Íslands. Kvikmyndaskóli Íslands var þar svo þangað til í fyrra.

Það er félagið Fjórir GAP ehf. sem er eigandi húsnæðisins, en eini eigandi þess er Kjartan Gunnarsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur kemur fram að eftir stækkun yrði húsnæðið tæplega 3.700 fermetrar, en í dag er það um 2.940 fermetrar. Viðbótarhæðin er því samkvæmt tillögunni um 760 fermetrar.

Í tillögunni er sótt um leyfi fyrir hótel í flokki fjögur, en það er gististaður með minibar [sic] samkvæmt skilgreiningu laga um gististaði. Sem fyrr segir er óskað eftir að hótelið verði 84 herbergja fyrir 170 gesti.

Kjartan Gunnarsson er eigandi húsnæðisins.
Kjartan Gunnarsson er eigandi húsnæðisins. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka