Vöktun Heklu hefur verið stórbætt

Hekla gaus síðast árið 2000.
Hekla gaus síðast árið 2000. mbl.is/Helgi Bjarnason

Veðurstofa Íslands hefur á undanförnum árum gert verulegar umbætu á kerfum sem vakta Heklu.

Vonir standa til að þessi mælikerfi muni gera það mögulegt að senda gosviðvörun út tímanlega svo hægt verði að bregðast við til þess að draga úr áhrifum gossins á fólk og innviði.

Í umfjöllun um vöktun Heklu í Morgunblaðinu í dag segir Veðurstofan að jafnvel þótt öll eftirlitskerfi virki eins og skyldi sé mögulegt að næsta eldgos í fjallinu verði með litlum eða engum aðdraganda. Hekla gaus síðast árið 2000 og er nú talin vera „komin á tíma“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert