Verður öllum lógað

Fjarlægja þurfti auga þessarar læðu sem bjó á heimilinu. Kettirnir …
Fjarlægja þurfti auga þessarar læðu sem bjó á heimilinu. Kettirnir búa við afar slæmar aðstæður. Ljósmynd/ Félagið Villikettir

Eig­andi katt­anna 100 og hund­anna sjö sem all­ir bjuggu á einu heim­ili hef­ur frest fram á föstu­dag til að koma dýr­un­um fyr­ir ann­ars staðar. Ann­ars mun Mat­væla­stofn­un taka end­an­lega ákvörðun um ör­lög þeirra á mánu­dag og þykir ljóst að þeim verði þá öll­um lógað. Nokkr­ir tug­ir katta búa enn á heim­il­inu við ill­ar aðstæður.

Þorði ekki að opna bréfið

Fé­lagið Villikett­ir hef­ur á síðustu mánuðum fjar­lægt 57 ketti af heim­il­inu. All­ir kett­irn­ir glímdu við veik­indi enda hafði lítið verið um mat og vatn á heim­il­inu, hita­stig var mjög breyti­legt og óþrifnaður mik­ill.

Olga Perla Niel­sen, formaður Villikatta, seg­ir eig­and­ann hafa fengið bréf frá Mat­væla­stofn­un, sem fer með dýra­vel­ferðar­mál, fyr­ir nokkru en ekki þorað að opna það. Í kjöl­far um­fjöll­un­ar í gær ákvað hann að opna bréfið og þá hafi komið í ljós að hann hefði frest fram á föstu­dag til að bæta úr. End­an­leg ákvörðun verði tek­in á mánu­dag.

„Þetta er nátt­úr­lega rosa­lega stutt­ur fyr­ir­vari fyr­ir okk­ur til að bjarga rest­inni,“ seg­ir Olga. Á þeim tíma sem liðinn er frá því Villikett­ir gátu síðast sótt ketti í hús­næðið hafa fæðst 16 kett­ling­ar til viðbót­ar og eitt­hvað er af kett­linga­full­um læðum. 

Olga seg­ir nokkuð ljóst að ekki muni nást að bjarga öll­um dýr­un­um. Villikett­ir ætli að reyna að taka eins marga og mögu­legt er en meðal katt­anna séu marg­ir mjög stygg­ir og hrædd­ir sem geti tekið lang­an tíma að aðlaga að hefðbundnu heim­il­is­lífi. 

Fast­ar í sím­an­um

Olga seg­ir stjórn­ar­kon­ur Villikatta vilja sjá MAST grípa til annarra úrræða en lóg­un­ar. Stofn­un­in hafi hins veg­ar ekk­ert hús­næði og það taki tíma að finna fóst­ur­heim­ili, því séu úrræðin í raun eng­in.

„Von­andi er framtíðin þannig en eins og er hafa þeir ekk­ert getað svarað okk­ur. Það er eitt­hvert fólk í sum­ar­fríi þannig að við náum ekk­ert þarna inn núna,“ seg­ir Olga. 

„Núna erum við bara fast­ar í sím­an­um, hringj­andi út um allt. Við ætl­um að koma við í dag og taka kett­ling­ana og læðurn­ar. Svo veit ég ekki meir.“

Olga seg­ir að nú reyni fé­lagið að virkja fóst­ur­heim­ili auk þess sem marg­ir hafi haft sam­band síðustu daga og boðið fram aðstoð. Hún seg­ir helstu leið al­menn­ings til að hjálpa vera þá að ger­ast fóst­ur­fjöl­skyld­ur svo hægt sé að koma dýr­un­um af heim­il­inu fyr­ir föstu­dag­inn. Þá er hægt að hjálpa fé­lag­inu með styrkj­um enda kosta lækn­is­heim­sókn­ir, fæði og sand­ur sitt.

 Frek­ari upp­lýs­ing­ar um Villiketti og hvernig styðja má starfið má finna með því að smella hér.

Hægt er að styrkja fé­lagið í gegn­um reikn­ings­núm­erið: 0111-26-73030 og  kenni­tölu: 710314-1790.

 Upp­fært 12:39
Upp­runa­lega stóð í frétt­inni að dýr­un­um yrði lógað á föstu­dag­inn. Það reynd­ist á mis­skiln­ingi byggt og hef­ur það verið leiðrétt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert