Óttast lögbrot með afhendingu gagna

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur sent Kaffitári bréf þar sem stofn­un­in lýs­ir áhyggj­um af þeirri niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur að Isa­via beri að af­henda Kaffitári upp­lýs­ing­ar varðandi útboð á versl­un­ar­rými í Leifs­stöð.

Útboðið fór fram árið 2014 og þar urðu sam­keppn­isaðilar Kaffitárs hlut­skarp­ari en fyr­ir­tækið sem fram að þeim tíma hafði rekið kaffi­hús í flug­höfn­inni.

Tel­ur Sam­keppnis­eft­ir­litið að af­hend­ing gagn­anna kunni að brjóta í bága við sam­keppn­is­lög og „að minnsta kosti raska sam­keppni“ eins og það er orðað í niður­lagi bréfs­ins. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins mun aðför verða gerð að gögn­un­um hjá sýslu­manni á morg­un, föstu­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert