Á gangi í Nice klukkutíma áður

Fólk leggur blóm á götuna í Nice þar sem árásin …
Fólk leggur blóm á götuna í Nice þar sem árásin var gerð. AFP

Sei­bel-fjöl­skyld­an, sem var vísað úr landi í apríl síðastliðnum, býr í klukku­tíma fjar­lægð í lest frá Nice þar sem árás­in var gerð í gær­kvöldi. Fjöl­skyld­an var á gangi á sama svæði, aðeins klukku­tíma áður en árás­armaður­inn réðst til at­lögu. 

Í til­efni þjóðhátíðardags Frakka ákváðu þau að fara í lest til Nice og spóka sig um. „Við geng­um um borg­ina, borðuðum ís og fylgd­umst með Frökk­um fagna þjóðhátíðar­deg­in­um,“ seg­ir Ir­ina Sei­bel í sam­tali við mbl.is.

Sei­bel-fjöl­skyld­an kem­ur frá Úsbekist­an en þaðan flúði hún vegna trú­arof­sókna. Fjöl­skyld­an bjó í Njarðvík í um átta mánuði en var vísað úr landi án þess að um­sókn þeirra væri tek­in til meðferðar hjá Útlend­inga­stofn­un. Fjöl­skyld­an sótti um hæli í Frakklandi í maí síðastliðnum.

Irina ásamt börnunum sínum þremur á gangi í Nice gær, …
Ir­ina ásamt börn­un­um sín­um þrem­ur á gangi í Nice gær, skömmu áður en árás­in var gerð. Ljós­mynd/​Aðsend

Þurftu að ná síðustu lest­inni heim

„Um kvöldið frétt­um við að það ætti að vera flug­elda­sýn­ing en síðasta lest­in heim átti að fara klukk­an 20.30 þannig að við höfðum ekki tíma til að sjá flug­elda­sýn­ing­una. Eft­ir að við vor­um kom­in heim og búin að koma börn­un­um í hátt­inn sáum við á net­inu að þess­ir hræðilegu at­b­urðir hefðu gerst á staðnum þar sem við höfðum verið á gangi rúm­um klukku­tíma áður,“ grein­ir hún frá. „Það er hræðilegt að hugsa til þess að ef lest­inni hefði seinkað þá hefðum við lík­lega aldrei snúið heim.“

Vöruflutningabíllinn sem árásarmaðurinn ók inn í mannfjöldann í gærkvöldi.
Vöru­flutn­inga­bíll­inn sem árás­armaður­inn ók inn í mann­fjöld­ann í gær­kvöldi. AFP

Hrædd við að búa í Frakklandi

Ir­ina seg­ist vera hrædd við að búa í Frakklandi, enda hafi um tíu hryðju­verka­árás­ir verið gerðar þar síðasta árið. „Við yf­ir­gáf­um Úsbekist­an til að finna ör­ugg­an stað fyr­ir okk­ur en núna erum við aft­ur kom­in til hættu­legs lands þar sem sprengj­ur geta sprungið hvenær sem er. Við þorum varla að fara út úr húsi leng­ur.“

Hún kveðst vera þakk­lát hjálp­inni sem fjöl­skyld­an hef­ur fengið frá vin­um sín­um á Íslandi en styrkt­ar­reikn­ing­ur var stofnaður eft­ir að þau voru send úr landi. „Ég þakka guði á hverj­um degi fyr­ir vini okk­ar á Íslandi og fólkið sem sendi okk­ur pen­inga.“

Flaggað í hálfa stöng í Nice vegna árásarinnar mannskæðu.
Flaggað í hálfa stöng í Nice vegna árás­ar­inn­ar mann­skæðu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert