„Ekki aflífa kisurnar“

Kettirnir skipta fleiri tugum og hafa búið við bágar aðstæður …
Kettirnir skipta fleiri tugum og hafa búið við bágar aðstæður í einu og sama húsinu. mbl.is

Sett hef­ur verið af stað und­ir­skrifta­söfn­un þar sem skorað er á Mat­væla­stofn­un að lóga ekki fjölda katta sem búa við bág­ar aðstæður í einu og sama hús­næðinu. mbl.is hef­ur fjallað um málið í vik­unni.

Frétt mbl.is: Verður öll­um lógað

Það var Vil­borg Norðdahl sem setti söfn­un­ina af stað en þegar þetta er skrifað hafa yfir 830 manns skrifað und­ir. Er aðeins þrjár klukku­stund­ir voru liðnar af söfn­un­inni höfðu 450 þegar skrifað und­ir áskor­un­ina. 

Dýra­vernd­un­ar­fé­lagið Villikett­ir hef­ur borið upp til­lögu við MAST í von um að ekki þurfi að lóga dýr­un­um. Und­ir­skrifta­söfn­un­in fer fram und­ir nafn­inu „EKKI AFLÍFA DÝRIN“ þar sem skorað er á MAST að ganga að til­lögu Villikatta.

Áskor­un­in, sem má skrifa und­ir hér, hljóðar á þessa leið:

„Við und­ir­rituð skor­um á MAST að ganga að til­boði villikett­ir.is um lausn á vanda­mál­inu varðandi þessa ketti og lóga þeim ekki.

Til­laga Villikatta

Við bjóðumst til að taka að okk­ur all­ar læður með kett­linga hið fyrsta og finna þeim fóst­ur­heim­ili og síðar var­an­leg heim­ili.
Við bjóðumst til að taka veik dýr og koma þeim til lækn­is strax ef þörf er á.
Við bjóðumst til að láta gelda/​taka úr sam­bandi all­ar kis­ur sem eft­ir eru á staðnum til að koma í veg fyr­ir meiri fjölg­un og skila þeim síðan aft­ur á staðinn og hafa milli­göngu um að finna þeim dýr­um var­an­leg ný heim­ili.
Við bjóðumst til að út­vega mat og sand fyr­ir þau dýr sem eft­ir eru á heim­il­inu og sjá til þess að þau fái lækn­isþjón­ustu ef þörf er á.
Við ósk­um eft­ir að Elín starfsmaður hjá MAST hafi eft­ir­lit með aðgerðum og þið séuð inni í því hvernig staðan er hverju sinni.

<em>Í staðinn ósk­um við eft­ir að MAST fresti af­líf­un þess­ara dýra og jafn­framt að MAST greiði til fé­lags­ins Villikatta styrk sem myndi nýt­ast í þetta verk­efni sem ann­ars hefði farið í að greiða mein­dýra­eyði fyr­ir að af­lífa öll þessi 116 dýr.</​em>

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert