Sögufrægur EM-bolti til sýnis

Gestir safnsins eru byrjaðir að láta taka af sér myndir …
Gestir safnsins eru byrjaðir að láta taka af sér myndir með boltann. Ljósmynd/Ófeigur

Sögu­fræg­ur knött­ur hef­ur verið af­hent­ur Þjóðminja­safni Íslands. Hann verður til sýn­is í Þjóðminja­safn­inu í dag, laug­ar­dag, frá kl. 13 til 16.

Gest­um og gang­andi gefst tæki­færi til að taka mynd af sér með bolt­an­um sem notaður var í mar­grómuðum leik Íslands og Eng­lands á EM 2016 þar sem strák­arn­ir okk­ar unnu fræk­inn sig­ur.

Þessi var afar ánægð með boltann.
Þessi var afar ánægð með bolt­ann. Ljós­mynd/Ó​feig­ur

Samstaða og liðsheild

Á Face­book-síðu viðburðar­ins kem­ur fram að ár­ang­ur liðsins á mót­inu hafi verið góð áminn­ing um hvað samstaða og liðsheild get­ur skilað okk­ur langt og laðað fram það besta í mann­eskj­unni.

„Nú bíður safnið spennt eft­ir grip­um frá kvenna­landsliðinu sem hef­ur ekki síður náð stór­kost­leg­um ár­angri,“ seg­ir á síðunni.

Hægt er að setja inn mynd­ir af sér á In­sta­gram á þess­ar slóðir: #boltann­heim og  #ÍSLENG

Ljós­mynd/Ó​feig­ur
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert