Bjarndýr fellt á Skaga

Bjarni Egilsson tekur í höfuð bjarndýrsins og fyrir aftan hann …
Bjarni Egilsson tekur í höfuð bjarndýrsins og fyrir aftan hann eru Jón Sigurjónsson og Egill Bjarnason. mbl.is/Björn Jóhann

Bjarn­dýr var fellt við bæ­inn Hval­nes á Skaga á tólfta tím­an­um í gær­kvöldi, skömmu eft­ir að heima­fólk sá fyrst til dýrs­ins, sem reynd­ist vera stálpuð birna. Lög­regl­unni á Sauðár­króki var til­kynnt um bjarn­dýrið upp úr kl. 22 og í kjöl­farið var kölluð til skytta til að fella dýrið, líkt og verk­regl­ur segja til um.

„Dýrið fór hratt um og gekk meðfram girðing­unni fram og til baka og fór síðan upp á höfðann. Var þar um stund. Svo þegar það sá hross­in þá sperrti það sig. Síðan stóð birn­an upp á hóln­um og þá fattaði ég end­an­lega að þetta væri ekki rolla þegar hún stóð á tveim­ur fót­um,“ seg­ir Eg­ill Bjarna­son, sem var í út­reiðartúr skammt fyr­ir ofan Hval­nes þegar hann sá bjarn­dýrið á Hval­nes­höfða, niður und­ir sjó, um 500 metra frá bæn­um. Lét hann föður sinn og aðra í fjöl­skyld­unni vita heima á bæn­um og lög­reglu var strax til­kynnt um þessa sjón. Fólk á nær­liggj­andi bæj­um var einnig látið vita og sagt að halda sig inn­an­dyra á meðan aðgerðir stæðu yfir. Skammt er á næstu bæi, Lág­múla og Kleif.

Skot­in á 130 metra færi í háls­inn 

Jón Sig­ur­jóns­son frá Garði í Hegra­nesi, vön skytta, var kvadd­ur á vett­vang en hann tók einnig þátt í því að fella bjarn­dýr á Þver­ár­fjalli í maí árið 2008. Hálf­um mánuði síðar það vorið sást annað bjarn­dýr á Hrauni á Skaga. Jón seg­ist aldrei hafa verið jafn­fljót­ur út á Skaga og í kvöld.

Bjarndýrið var stórt og vel á sig komið. Ein vígtönnin …
Bjarn­dýrið var stórt og vel á sig komið. Ein vígtönn­in er brot­in, sem kunn­ug­ir telja benda til að dýrið sé nokk­urra ára gam­alt. mbl.is/​Björn Jó­hann

Eg­ill og faðir hans, Bjarni Eg­ils­son, fóru með Jóni að bjarn­dýr­inu, gengu meðfram fjör­unni til að styggja það ekki og svo að það fyndi ekki lykt­ina. Þegar þeir nálguðust Hval­nes­höfðann var dýrið enn á sömu slóðum. Biðu þeir þol­in­móðir um stund þar til þeir voru full­viss­ir um að vera í skot­færi. Tók Jón þá upp byss­una og hæfði dýrið í einu skoti, beint í háls­inn. Að þeirra sögn var færið um 130 metr­ar. Eft­ir að hafa gengið úr skugga um að dýrið lægi í valn­um var haf­ist handa við að koma því af höfðanum og heim að bæn­um með drátt­ar­vél. Fyrst þurfti að bera það nokk­urn spöl. Voru þá um tveir tím­ar liðnir frá því að fyrst sást til bjarn­dýrs­ins.

Þegar Morg­un­blaðið kom á vett­vang um tvöleytið í nótt hafði drifið að ábú­end­ur á næstu bæj­um, for­vitna að berja dýrið aug­um.  Átta ár eru liðin síðan bjarn­dýr gekk þar á land, í tvígang sem fyrr seg­ir, en þrálát­ar sögu­sagn­ir voru uppi um að þriðja dýrið hefði sést þar og verið fellt, en það hef­ur aldrei feng­ist staðfest.

Skytturnar þrjár á vettvangi á Hvalnesi í nótt, f.v. Egill …
Skytt­urn­ar þrjár á vett­vangi á Hval­nesi í nótt, f.v. Eg­ill Bjarna­son, Bjarni Eg­ils­son og Jón Sig­ur­jóns­son, sem felldi dýrið. mbl.is/​Björn Jó­hann

Ein vígtönn­in brot­in

Bjarni Eg­ils­son á Hval­nesi seg­ir það hafa verið sér­stakt að sjá bjarn­dýrið horfa stöðugt á heyrúll­ur á tún­inu og vel geti verið að það hafi talið rúll­urn­ar vera ís­jaka. Hann seg­ir haf­strauma vera sterka út und­an höfðanum og erfitt geti verið að full­yrða hvenær dýrið hafi náð landi.

Birn­unni var komið fyr­ir í geymslu í nótt og þess beðið að starfs­menn Nátt­úru­fræðistofn­un­ar og Um­hverf­is­stofn­un­ar skoði það. Hræið er nokkuð heil­legt og töldu heima­menn lík­legt að það yrði stoppað upp og því komið á safn.

Jón treysti sér ekki til að segja til um ald­ur birn­unn­ar, en hann sagði hana stóra og vel á sig komna.  „Ein vígtönn­in er brot­in og það bend­ir til þess að hún geti verið nokk­urra ára göm­ul. Hún hef­ur verið með hún því hún var sog­in,“ sagði Jón við blaðamann Morg­un­blaðsins.

Eg­ill seg­ir að um leið og hann sá til dýrs­ins hafi eng­inn vafi leikið í hans huga um að fella þyrfti dýrið sem fyrst, ekki síst þar sem það var ná­lægt Hval­nesi og börn höfðu verið þar að leik. Einnig hafi verið mik­il­vægt að missa dýrið ekki til sjós aft­ur. Þá hafi getað orðið erfitt að finna það aft­ur.

Heimamenn á Skaga unnu að því í nótt að koma …
Heima­menn á Skaga unnu að því í nótt að koma bjarn­dýr­inu í geymslu, sem síðan bíður frek­ari skoðunar vís­inda­manna. mbl.is/​Björn Jó­hann
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert