Vantar varanleg heimili

Óli er feiminn kisi sem vantar framtíðarheimili.
Óli er feiminn kisi sem vantar framtíðarheimili. Ljósmynd/Villikettir

Fjöldi fólks hef­ur haft sam­band við fé­lagið Villiketti og boðið fram aðstoð sína vegna katt­anna hundrað sem bjuggu við bág­ar aðstæður í einu og sama hús­inu. Villikett­ir hafa komið mörg­um katt­anna til bjarg­ar en nú er aðalá­hyggju­efnið að sögn Villikatta að finna þeim framtíðar­heim­ili.

Vant­ar var­an­leg heim­ili

„Við finn­um fyr­ir mikl­um stuðningi frá al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir Olga Perla Niel­sen, formaður Villikatta. Marg­ir katt­anna eru komn­ir á heim­ili en að sögn Olgu er meira um að fólk sé til­búið að fóstra kett­ina en að veita þeim var­an­legt heim­ili. Þá er meira spurt um kett­linga en erfiðara reyn­ist að finna full­orðnum kis­um heim­ili. 

Villikett­ir hafa tekið við tölu­verðu magni af mat, kattas­andi og öðrum búnaði, bæði frá ein­stak­ling­um og gælu­dýra- og fóður­fyr­ir­tækj­um sem vilja leggja sitt af mörk­um. Villikatta­kon­ur eru gríðarlega þakk­lát­ar fyr­ir þann stuðning sem þær hafa fundið fyr­ir, en þær hafa vart haft und­an að svara sím­töl­um þeirra sem vilja rétta fram hjálp­ar­hönd.

Örlög katt­anna óljós

Enn þá eru í hús­inu á milli 30 og 40 kett­ir og er óljóst hver ör­lög þeirra verða. Von er á viðbrögðum Mat­væla­stofn­un­ar á morg­un þegar starfs­fólk sem ann­ast málið snýr aft­ur til vinnu úr sum­ar­leyf­um. Olga kveðst ekki mjög bjart­sýn um ör­lög katt­anna sem eft­ir eru og tel­ur það liggja í loft­inu að þeir fái ekki að lifa mikið leng­ur.

„Það virðist ómögu­legt að fá eitt­hvað annað í gegn en hef­ur verið fram­kvæmt áður,“ seg­ir Olga og vís­ar þar til for­dæma þar sem kött­um hef­ur verið lógað í sam­bæri­leg­um til­fell­um. MAST hef­ur vísað því á bug að lóg­un katt­anna sé eina lausn­in sem til greina komi í mál­inu, en úti­lok­ar það þó ekki.

Einn hund­anna með krabba­mein

Í hús­inu voru einnig sex hund­ar en fjór­ir þeirra eru nú í um­sjá Hunda­sam­fé­lags­ins. Hinir hund­arn­ir tveir verða áfram hjá eig­anda, að sögn Villikatta eru þeir nokkuð vel haldn­ir en orðnir gaml­ir.

Hund­arn­ir eru nokkuð æst­ir eft­ir að hafa verið lokaðir inni í litlu rými í lang­an tíma og hef­ur einn þeirra verið greind­ur með krabba­mein. Hunda­sam­fé­lagið hlú­ir vel að hund­un­um og eru von­ir bundn­ar við að krabba­meins­sjúka hund­in­um tak­ist að bjarga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert