150 þúsund krónur fyrir 130% starf

Miklar framkvæmdir standa yfir á Bakka við Húsavík.
Miklar framkvæmdir standa yfir á Bakka við Húsavík.

Dæmi eru um að starfsmenn við uppbyggingu á Bakka við Húsavík fái greitt í kringum 150 þúsund krónur á mánuði fyrir 120-130% starfshlutfall.

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í odag, að félagið hafi fundað með lögreglunni vegna þessara og annarra mála.

„Við erum að sjá ótrúlegustu mál, til dæmis má nefna fyrirtæki sem ætlaði sér að borga starfsmönnum 588 krónur á tímann og fylla svo upp í lágmarkslaunin með dagpeningum, til að sleppa sem billegast,“ segir Aðalsteinn meðal annars.

Sjá ítarlegri frétt: Borga starfsfólki 588 krónur á tímann

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert