Birnan var með mjólk í spenunum

Krufning á birnunni fór fram í gær.
Krufning á birnunni fór fram í gær. ljósmynd/Keldur

Ísbjörn­inn sem felld­ur var við Hval­nes á Skaga á laug­ar­dags­kvöld var full­orðin birna. Hún var með mjólk í spen­um svo ekki er langt síðan húnn eða hún­ar fylgdu henni. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Keld­um og Nátt­úru­fræðistofn­un um krufn­ingu birn­unn­ar. 

Sér­fræðing­ar á Til­rauna­stof­unni á Keld­um, þau Karl Skírn­is­son dýra­fræðing­ur og Ólöf Guðrún Sig­urðardótt­ir dýra­lækn­ir, krufu ís­björn­inn í gær með aðstoð Þor­valds Björns­son­ar hamskera.

Birn­an var meðal­stór, 207 cm og 204 kg, en mun feit­ari en þeir birn­ir sem hingað hafa synt und­an­far­in ár. Sér­fræðing­arn­ir áætla að um 30% lík­amsþyngd­ar­inn­ar hafi verið spik þannig að ljóst er að dýrið hef­ur nærst eðli­lega und­an­farna mánuði.

Ný­leg smá­s­ár fund­ust á haus og bóg en óljóst er hvernig dýrið fékk þess­ar skein­ur. Grafið hafði í bógs­ár­inu þannig að það var að minnsta kosti nokk­urra daga gam­alt. Fjöl­mörg sýni voru tek­in úr dýr­inu sem rann­sökuð verða næstu daga og mánuði, meðal ann­ars sýni sem ætluð eru til mæl­ing­ar á styrk þrá­virkra klór­kol­efn­is­sam­banda, þung­málm­um, styrk geisla­virkra efna og mót­efn­um gegn veir­um.

Marg­vís­leg vefja­sýni voru tek­in til vefja­meina­fræðilegra rann­sókna. Leitað verður sníkju­dýra í melt­ing­ar­vegi og upp­runi fæðuleifa sem fund­ust í ristli greind­ur en mag­inn reynd­ist vera tóm­ur. Leitað verður að tríkín­um í sýn­um úr tungu, þind og kjálka­vöðva en um helm­ing­ur hvíta­bjarna í Aust­ur-Græn­lands­stofn­in­um er með þetta sníkju­dýr sem ekki þekk­ist á Íslandi og set­ur Ísland þar með í hóp ör­fárra landa þar sem tríkín­ur ógna ekki heil­brigði manna.

Fyr­ir­hugað er að súta skinnið og bein og hauskúpa verða hreinsuð á Nátt­úru­fræðistofn­un þar sem beina­grind­in verður varðveitt. Birn­an verður ald­urs­greind með því að telja ár­hringi í tann­rót­um en at­hug­an­ir á tönn­um geta einnig gefið aðrar mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um lífs­fer­il viðkom­andi dýra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert