Urðu einskis varir á Hornströndum

Horn, Hornbjarg og Hornvík, á Hornströndum.
Horn, Hornbjarg og Hornvík, á Hornströndum. mbl.is/Árni Sæberg

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum lögreglunnar á Ísafirði hefur lokið eftirlitsferð með friðlandinu á Hornströndum, en líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag var gerður út leiðangur meðal annars til að leita ísbjarna á svæðinu.

Gylfi Þór Gíslason hjá lögreglunni á Ísafirði segir í samtali við mbl.is að menn hafi orðið einskis varir í ferðinni, en mikil þoka sé á svæðinu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á Ísafirði og mun snúa aftur til Reykjavíkur síðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert