Blinda kisan er hætt að hlaupa á veggi

00:00
00:00

Kett­ling­ur­inn Embla er ein þeirra 100 katta sem þar til ný­verið bjuggu á heim­ili á Suður­nesj­um. Kett­irn­ir bjuggu við afar slæm skil­yrði, voru vannærðir og veik­ir. Embla var með slæma augn­sýk­ingu sem hafði étið upp í henni aug­un þegar stjórn­ar­kon­ur í fé­lag­inu Villikött­um komu henni til bjarg­ar. Hún er því al­veg blind. Hún var send í Kisu­kot á Ak­ur­eyri þar sem hlúð var að henni og þaðan var hún ætt­leidd af Ásdísi Hrefnu Lauf­eyj­ar­dótt­ur, 19 ára Verk­mennta­skóla­mær.

„Ég sá hana aug­lýsta af Kisu­koti á Face­book,“ seg­ir Ásdís um Emblu. „Það kom inn aug­lýs­ing um að hún [Ragn­heiður Gunn­ars­dótt­ir – stofn­andi Kisu­kots] hefði tekið inn ketti úr slæm­um aðstæðum en hefði beðið með að sýna Emblu af því að hún væri svo­lítið sér­stök, ein­mitt það að það vantaði í hana aug­un. Ég bara gat ekki hunsað þetta.“

Ásdís kveðst hafa skoðað mynd­ina af Emblu litlu aft­ur og aft­ur og aft­ur. Tekið var fram í aug­lýs­ing­unni að hún þyrfti að vera innikött­ur og yrði að vera á barn­lausu heim­ili. Ásdís og kærast­inn henn­ar eru ekki með börn en áttu fyr­ir tvo inniketti. Úr varð að Ásdís fór og ræddi við Ragn­heiði um þann aðbúnað sem Embla þyrfti en um­fram það sem aug­lýst var hef­ur Embla eng­ar sérþarf­ir.

„Hún er svo fljót að átta sig á hlut­un­um. Svo við fór­um bara og sótt­um hana. Við viss­um að við mynd­um elska hana mjög mikið og mér fannst óþægi­legt að hugsa til þess að hún myndi enda hjá ein­hverj­um sem væri kannski bara svo­lítið sama.“

Hljóp á veggi í fyrstu

Ásdís seg­ir Emblu hafa verið mjög hvekkta þegar hún kom fyrst á sitt nýja heim­ili. Í fyrstu hafi hún sett hana inn í svefn­her­bergið svo hún gæti van­ist litlu rými í einu.

Ásdís heldur á Emblu sem vildi þó helst standa á …
Ásdís held­ur á Emblu sem vildi þó helst standa á eig­in fót­um meðan á heim­sókn blaðamanns mbl.is stóð. mbl.is/ Anna Marsý

„Þar labbaði hún um með skottið beint upp og klessti ekk­ert á, gekk bara meðfram öllu, yfir all­ar hindr­an­ir og skoðaði allt vel. Svo þegar hún var búin að venj­ast hús­inu og fór að hlaupa og leika sér hljóp hún svo­lítið á veggi,“ seg­ir Ásdís og hlær. 

„Ef ég set eitt­hvað nýtt á gólfið sem hún er ekki búin að gera ráð fyr­ir þá rugl­ar það hana. En núna sprett­ir hún út um allt og kless­ir ekk­ert á. Það er ekki að sjá að hún sé augna­laus nema þegar maður lít­ur á hana.“

Ásdís seg­ir Emblu ganga vel að tengj­ast hinum kis­un­um sem eru læða og högni. Læðan, Emíl, sé prins­ess­an á heim­il­inu og hafi ekki verið sátt með þenn­an nýja fjöl­skyldumeðlim í fyrstu en nú leiki þær sér sam­an og ríf­ist eins og hver önn­ur systkini. Embla hafi hins veg­ar strax tekið ást­fóstri við högn­ann Tuma en hann er ein­mitt sjálf­ur með lé­lega sjón og hugs­an­lega ein­hverja þroska­skerðingu. Ásdís er þannig alls ekki ókunn­ug kött­um með fatlan­ir en Embla þarf þó ekki mikla sérmeðferð. 

„Augntot­urn­ar eru smá inn­falln­ar af því að aug­un voru þarna en hurfu síðan, svo hún fær smá sár þegar það lek­ur úr augn­botn­un­um og þær nudd­ast sam­an. En það er eitt­hvað sem ætti að breyt­ast þegar hún stækk­ar og ef ekki er hægt að sauma fyr­ir eða bera á smyrsli sem við feng­um. Hún blikk­ar aug­un­um þegar henni líður vel og lok­ar þegar hún sef­ur þannig að ég sé ekki ástæðu til að láta loka þeim nema það valdi vand­ræðum sem ekki er hægt að laga með öðrum hætti.“

Enda­laus ást og þakk­læti

Villikett­ir leita nú að var­an­leg­um heim­il­um fyr­ir fjöl­marga ketti og kett­linga sem einnig koma úr hús­inu á Suður­nesj­um. Marg­ir eru veik­ir en bragg­ast fljótt með réttri umönn­un. Ásdís hvet­ur aðra til að taka að sér ketti á við Emblu sem koma úr erfiðum aðstæðum. 

„Þú vær­ir að taka inn ein­hvern sem veit­ir þér enda­lausa ást ef þú gef­ur hon­um tæki­færi til þess og það er svo ynd­is­legt að koma heim og ein­hver tek­ur á móti manni sem er enda­laust þakk­lát­ur fyr­ir það sem hann fékk. Maður finn­ur mjög vel fyr­ir því.“

Ásdís hvet­ur einnig sveit­ar­fé­lög­in til að styðja bet­ur við bakið á sjálf­boðaliðum og fé­lög­um sem bjarga dýr­um úr slæm­um aðstæðum. 

„Ragn­heiður í Kisu­koti fær ekki neitt frá bæn­um en hún hef­ur bjargað fullt af kött­um, öll­um kött­um sem hún get­ur en hún fær eng­an stuðning nema þann sem hún leit­ar eft­ir hjá fólki. Ég get ímyndað mér að þetta sé svipað í Reykja­vík. Hvað á maður að gera? Eig­um við bara að skilja kett­ina eft­ir á göt­unni? Eða á bara að lóga þess­um 100 kött­um? Skipta þeir engu máli?“

Upp­lýs­ing­ar um Kisu­kot á Ak­ur­eyri má finna með því að smella hér.

Upp­lýs­ing­ar um Fé­lagið Villiketti á höfuðborg­ar­svæðinu má finna með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert