Staða Íslendinganna sem keppa í einstaklingaskeppninni á heimsleikunum í crossfit hefur vænkast mjög eftir síðustu þraut dagsins.
Í þrautinni voru gerðar æfingar með bolta; honum kastað upp vegg, uppsetur með boltann og að lokum hlaup upp brekku, þar sem keppendur þurftu að bera boltann.
Annie Mist Þórisdóttir sigraði í þrautinni í kvennaflokki og skilar það henni efsta sætinu í keppninni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er komin í fimmta sæti, Katrín Tanja Davíðsdóttir í það ellefta og Þuríður Erla Helgadóttir lýkur deginum í 22. sæti.
Í karlaflokki hafnaði Björgin Karl Guðmundsson fimmti í þrautinni og er hann kominn upp í sjöunda sæti keppninnar.