Kannar samstarf íslensks fyrirtækis við fyrirtæki í eigu mafíunnar í New York

James S. Henry
James S. Henry mbl.is/Ofeigur Lydsson

„Það eru mörg dæmi um tengsl íslenskra fyrirtækja við skattaskjól,“ segir James S. Henry, hagfræðingur og sérfræðingur í aflandsmálum, sem hélt fyrirlestur um málefni aflandsfélaga í Háskóla Íslands í gær.

Henry telur sumar greinar vera nánast eingöngu reknar í gegnum aflandsfélög. „Farskip heimsins eru áhugavert rannsóknarefni. Nánast allur farskipaiðnaðurinn er rekinn í skattaskjólum. Flest flutningaskip í heiminum eru skráð á Marshalleyjum sem hafa afar slakar reglur um skatta, mönnun á skipunum og öryggismál. Meira að segja Mongólía er með skipaskráningu en á þó hvergi land að sjó,“ segir Henry í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Henry upplýsir í viðtalinu að hann sé að skoða mál sem tengist samstarfi íslensks fyrirtækis við fyrirtæki í eigu mafíunnar í New York og tengsl þeirra félaga við fjármálastrúktúr tengdan Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert