Minnast voðaverkanna í Útey

Ungir jafnaðarmenn efna í dag til árlegrar minningarathafnar um voðaverkin …
Ungir jafnaðarmenn efna í dag til árlegrar minningarathafnar um voðaverkin í Ósló og Útey mbl.is/Árni Sæberg

Ungir jafnaðarmenn standa í dag fyrir árlegri minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkanna í Osló og Útey. Minningarathöfnin fer fram við minningarlundinn í Vatnsmýri klukkan 17.30. 

Ungir jafnaðarmenn hafa frá 2012 staðið fyrir árlegri minningarathöfn um hryðjuverkin, en aðal skotmark Anders Behring Breivik voru sumarbúðir ungra jafnaðarmanna í Noregi, AUF.

Matthew Deaves, ungur jafnaðarmaður, mun segja nokkur orð við minningarathöfnina í minningu Jo Cox, breskrar þingkonu sem var myrt af þjóðernissinna fyrr í sumar. Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi og baráttukona gegn hatursorðræðu, flytur hugvekju og þá mun tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn flytja nokkur lög og leiða samsöng.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka