Munu reisa 30.000 fermetra hús

Við Hafravatnsveg í Mosfellsbæ.
Við Hafravatnsveg í Mosfellsbæ. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti í gær heimild til bæjarstjóra að undirrita lóðarsamning við MCPB ehf., sem hyggst reisa stórt sjúkrahús og hótel í Mosfellsbæ. MCPB er að mestu í eigu Burbank s Holding BV í Hollandi.

Forsvarsmenn félagsins hafa unnið að undirbúningi verkefnisins um skeið. Uppbygging og rekstur spítalans verður í samstarfi við spænska hjartalækninn dr. Pedro Brugada. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri að nú hæfist vinna við deiliskipulag. Lóð fyrir sjúkrahús og hótel er þegar skilgreind á aðalskipulagi. Hann sagði að búið væri að ráða arkitekta fyrir verkefnið.

„Áhersla verður lögð á að fella þessar byggingar að náttúrunni og landslaginu. Þetta er mikið byggingarmagn,“ sagði Haraldur. MCPB ehf. á forkaupsrétt að eins lóð við hlið þeirrar sem hefur verið úthlutað. Samtals gæti fyrirtækið því eignast rúmlega 12 hektara lóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka