Rannsókninni endanlega lokið

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir máli lögreglufulltrúans sem var til rannsóknar hjá embætti hérðassaksóknari í nærri hálft ár vegna gruns um óeðlileg samskipti við brotamenn endanlega lokið. Þetta kemur fram í svari hennar við skriflegri fyrirspurn mbl.is. Maðurinn starfaði í fíkniefndadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Eftir áramót var gerð breyting á saksóknaraembættum hérlendis og rannsókn á lögreglumönnum og aðgerðum þeirra var færð undir nýtt embætti héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari varð í leiðinni að öðru stigi ákæruferlisins þangað sem hægt var að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara.

Frétt mbl.is: Ekkert bendir til mútuþægni

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. kjörin á Alþingi saksóknari vegna ákæru …
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. kjörin á Alþingi saksóknari vegna ákæru á hendur Geirs H. Haarde mbl.is

mbl.is greindi í gær frá skjali sem lögmaður lögreglufulltrúans fékk frá Héraðssaksóknara. Þar kemur fram að ekkert við rannsókn málsins bendi til þess að hann hafi gerst sekur um mútuþægni. Kemur einnig fram í skjalinu að samskiptaörðugleikar innan fíkniefnadeildar eigi sinn þátt í því að ýta undir orðróm sem var í gangi þess efnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert