Pokémon-æskudraumurinn rættist

Vinsældir Pokémon-GO-leiksins hafa líklega ekki farið framhjá mörgum en um allan bæ má sjá fólk með síma á lofti að veiða pokémona. Dæmi eru um að íbúðir hafi verið auglýstar sérstaklega vegna góðrar staðsetningar fyrir leikinn auk þess sem verslunareigendur hafa notað leikinn til að draga að viðskiptavini

En hvað er svona sérstakt við þennan leik? mbl.is fór á stúfana og kannaði hvað pokémonþjálfarar í bænum höfðu um það að segja.

Sumir tengdu leikinn við góðar æskuminningar, á meðan öðrum finnst hann einfaldlega vera góð afþreying. 

Eins og mbl.is fjallaði um á dögunum er það mikil kúnst að verða góður Pokémon-spilari, en í Facebook-hópnum Íslenskir Pokémon spilarar hafa fjölmargir gefið góð ráð til þeirra sem spila. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka