Efi um haustkosningar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Það fjögurra ára plan sem ríkisstjórnin lagði upp með þegar hún var mynduð fyrir fjórum árum hefur gengið upp til þessa og því þarf að ljúka, enda eru aðstæður til þess fyrir hendi.

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar fylgir hann eftir bréfi sem hann sendi til flokksfélaga sinna í gær og boðar endurkomu sína í stjórnmálin.

„Tíminn til að standa við loforðin sem við höfum gefið er því núna,“ segir Sigmundur Davíð í bréfi sínu til flokksmanna í gær og koma þar fram sjónarmið um að orkað geti tvímælis að ganga til kosninga í haust eins og boðað hefur verið. Þau sjónarmið taka þingmenn stjórnarandstöðunnar þó óstinnt upp í samtölum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert