Fyrrverandi eigandi Strawberries hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þetta kemur fram á vef RÚV. Að því er fram kemur í ákærunni var velta rekstrarfélags kampavínsklúbbsins vantalin um tæplega 231 milljón króna árin 2010 til 2013. Þá leikur grunur á um að eigandinn hafi vantalið eigin tekjur á sama tímabili.
Er talið að viðskiptavinir hafi lagt peninga beint inn á bankareikning eigandans.
Í frétt RÚV kemur fram að þess sé krafist að ýmis verðmæti verði gerð upptæk, s.s. bankainnistæður, þrjár milljónir króna í reiðufé, fasteignir, skemmtibátur, farartæki og skart.