Óábyrgt að kanna ekki möguleikann

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Styrmir Kári

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að það væri óábyrgt af Icelandair að skoða ekki möguleikann á því hvort Hvassahraun gangi sem flugvallarstæði í ljósi afstöðu meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart Reykjavíkurflugvelli. Það sé þó afar mikilvægt að ekki komi hik í þá uppbyggingu sem nú á sér stað í Keflavík og ekki komi rask á þjónustuna sem þar er veitt. „Það er mikilvægast núna,“ segir Björgólfur um að halda uppbyggingunni áfram á Keflavíkurflugvelli.

Þetta kemur fram í frétt Túrista sem ræddi við Björgólf í morgun. Fyrr í dag greindi mbl.is frá annarri frétt Túrista þar sem Skúli Mogesen, forstjóri WOW air, sagðist ekki hlynntur því að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Gagnrýndi hann allar hugmyndir um að „byggja annan alþjóðlegan flugvell bókstaflega í bakgarði Keflavíkurflugvallar“.

Frétt mbl.is: Reisi sína eigin farþegabyggingu

Að sögn Björgólfs munu prófanir við Hvassahraun hefjast í haust þegar veður hentar og lægðir koma upp að landinu. Mun verkefnið standa yfir í einhverja mánuði en of snemmt er að segja til um hver kostnaður við nýja flughöfn í Hvassahrauni kynni að verða að sögn Björgólfs.

Frá Hvassahrauni.
Frá Hvassahrauni. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er hins vegar alveg skýrt í mínum huga að starfsemin heldur áfram á Reykjavíkurflugvelli á meðan ekkert liggur fyrir um aðra staðsetningu fyrir innanlandsflugið í samræmi við niðurstöður Rögnunefndarinnar. Þú afleggur ekki Reykjavíkurflugvöll nema hafa skýran valkost um innanlandsflug á Reykjavíkursvæðinu, og það liggja ekki fyrir niðurstöður um hvort það er yfirhöfuð mögulegt að byggja flugvöll í Hvassahrauni,“ sagði Björgólfur í samtali við Túrista.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert