Íslendingar neikvæðari gagnvart ferðamönnum

Erlendir ferðamenn að spóka sig í Reykjavík.
Erlendir ferðamenn að spóka sig í Reykjavík. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

MMR kannaði ný­lega viðhorf Íslend­inga til er­lendra ferðamanna á Íslandi. Þeim hef­ur fækkað nokkuð sem kváðust já­kvæðir gagn­vart er­lend­um ferðamönn­um frá því í júlí í fyrra. Þannig sögðust 67,7% vera já­kvæð gagn­vart er­lend­um ferðamönn­um á Íslandi nú, borið sam­an við 80,0% í júlí 2015. 

Spurt var: Al­mennt séð, hversu já­kvæð(ur) eða nei­kvæð(ur) ert þú gagna­vart er­lend­um ferðamönn­um á Íslandi?
Svar­mögu­leik­ar voru: Mjög já­kvæð(ur), frek­ar já­kvæð(ur), hvorki já­kvæð(ur) né nei­kvæð(ur), frek­ar nei­kvæð(ur), mjög nei­kvæð(ur) og veit ekki/​vil ekki svara.
Sam­tals tóku 99,9% af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Mun­ur á viðhorfi eft­ir hóp­um

Nokk­ur mun­ur var á viðhorfi til er­lendra ferðamanna eft­ir bú­setu, tekj­um og kyni. Þeir sem voru bú­sett­ir á höfuðborg­ar­svæðinu voru lík­legri til þess að vera já­kvæðir gagn­vart er­lend­um ferðamönn­um á Íslandi en þeir sem voru bú­sett­ir á lands­byggðinni. Þannig sögðust 71,7% þeirra sem bú­sett­ir voru á höfuðborg­ar­svæðinu vera já­kvæðir gagn­vart er­lend­um ferðamönn­um á Íslandi, borið sam­an við 60,3% þeirra sem bú­sett­ir voru á lands­byggðinni.

Þeir sem höfðu hærri heim­ilis­tekj­ur voru frek­ar já­kvæðir gagn­vart er­lend­um ferðamönn­um á Íslandi en þeir sem höfðu lægri heim­ilis­tekj­ur. Af þeim sem tóku af­stöðu og til­heyrðu tekju­hæsta hópn­um (millj­ón eða meira á mánuði í heim­ilis­tekj­ur) sögðust 82,8% vera já­kvæð gagn­vart er­lend­um ferðamönn­um, borið sam­an við 54,7% þeirra sem til­heyrðu tekju­lægsta hópn­um (und­ir 250 þúsund á mánuði í heim­ilis­tekj­ur).

Þeir sem studdu Pírata voru síður já­kvæðir gagn­vart er­lend­um ferðamönn­um á Íslandi en stuðnings­fólk annarra flokka. Þannig sögðust 64,0% þeirra sem studdu Pírata vera já­kvæðir gagn­vart er­lend­um ferðamönn­um á Íslandi. Þeir sem sögðust styðja Sam­fylk­ing­una voru hins veg­ar já­kvæðari gagn­vart er­lend­um ferðamönn­um á Íslandi en stuðnings­fólk annarra flokka. Þannig sögðust 85,3% þeirra sem studdu Sam­fylk­ing­una vera já­kvæðir gagn­vart er­lend­um ferðamönn­um á Íslandi.

Upp­lýs­ing­ar um fram­kvæmd:

Úrtak: Ein­stak­ling­ar 18 ára og eldri, vald­ir handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR
Könn­un­araðferð: Spurn­inga­vagn MMR
Svar­fjöldi: 906 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri
Dag­setn­ing fram­kvæmd­ar: 15. til 22. júlí 2016

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka