Embættistakan í beinni á Austurvelli

Þingsalur reiðubúinn fyrir innsetninguna.
Þingsalur reiðubúinn fyrir innsetninguna. mbl.is/Árni Sæberg

Útsending Ríkisútvarpsins frá embættistöku forseta Íslands verður sýnd á risaskjá á Austurvelli. Athöfnin fer fram mánudaginn 1. ágúst og hefst kl. 15.30. Verður RÚV með beina útvarpssendingu frá þeim hluta athafnarinnar sem fer fram í Dómkirkjunni og beina sjónvarpsútsendingu frá athöfninni í þinghúsinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti Íslands í kosningum í júní og fékk 38,49% atkvæða. Hann tekur við af Ólafi Ragnari Grímssyni, sem setið hefur í embætti í 20 ár, og verður sjötti forseti íslenska lýðveldisins.

Orðið verður við ósk verðandi forseta og minni kröfur gerðar um klæðaburð og orður við innsetninguna, en frá árinu 1945 hefur verið farið fram á að karlar klæðist kjólfötum og konur síðkjólum.

Á mánudag verður sagnfræðingurinn Guðni forseti lýðveldisins Íslands.
Á mánudag verður sagnfræðingurinn Guðni forseti lýðveldisins Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert