Þeir þrír einstaklingar sem gistu fangageymslur í Vestmannaeyjum í nótt voru handteknir fyrir fíkniefna- og ofbeldismál.
Ekkert kynferðisbrotamál hefur komið á borð lögreglu frá því Þjóðhátíð hófst í gær samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Þjóðhátíð hófst formlega í gær og stendur yfir fram á sunnudag.
Uppfært klukkan 12:46:
Samkvæmt frétt RÚV er fíkniefnamál sem kom upp í gær það stærsta sem komið hefur á borð lögreglu í sögu Þjóðhátíðar. Voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að selja mikið magn af fíkniefnum og fundust mörg hundruð grömm af fíkniefnum í bænum.
Í fréttinni kemur fram að hundrað grömm af kókaíni, hundrað grömm af amfetamíni og 180 e-töflur hafi fundist í bænum, en söluandvirði efnanna er metið á 3 milljónir.
Frétt mbl.is: Þrír gistu fangageymslur