Stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar

mynd/Frosti Heimisson

Tveir menn voru handteknir í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, grunaðir um að að hafa ætlað að selja mikið magn af fíkniefnum á Þjóðhátíð. Er þetta stærsta fíkniefnamál sem komið hefur á borð lögreglu í sögu Þjóðhátíðar. RÚV greindi fyrst frá málinu.

Lögregla í Vestmannaeyjum staðfestir í samtali við mbl.is að hundrað grömm af amfetamíni og hundrað grömm af kókaíni hafi fundist, ásamt 180 e-töflum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er áætlað söluandvirði efnanna um þrjár milljónir króna. 

mbl.is reyndi að ná tali af Jóhannesi Ólafssyni, yfirlögregluþjóni í Vestmannaeyjum, til að fá enn frekari upplýsingar um málið, en hann er nú staddur á samráðsfundi lögreglu, heilsugæslu, sálgæsluliða, barnaverndaryfirvalda, þjóðhátíðarnefndar og gæslunni sem hófst klukkan 13. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gista mennirnir nú fangageymslur og verða yfirheyrðir síðar í dag. 

Annar maður gisti einnig fangageymslur lögreglu í nótt, en hann var handtekinn grunaður um líkamsárás. Ekk­ert kyn­ferðis­brota­mál hef­ur komið á borð lög­reglu frá því Þjóðhátíð hófst í gær sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu. 

Þjóðhátíð hófst form­lega í gær og stend­ur yfir fram á sunnu­dag. 

Frétt mbl.is: Fíkniefna- og ofbeldismál í Eyjum

Frétt mbl.is: Þrír gistu fanga­geymsl­ur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert