Nýnasistar leita fylgismanna á Íslandi

Nordfront leitar nú að fylgismönnum hér á landi.
Nordfront leitar nú að fylgismönnum hér á landi. mbl.is/Rósa Braga
Nýnas­ista­hreyf­ing sem fest hef­ur ræt­ur á Norður­lönd­um reyn­ir nú að hasla sér völl hér á landi að því er RÚV grein­ir frá.

Hreyf­ing­in nefn­ist Nor­d­front, á ís­lensku Norður­vígi, og kall­ar sig póli­tísk bar­áttu­sam­tök sem aðhyll­ast þjóðern­is­fé­lags­hyggju. Nor­d­front var stofnað árið 1997 í Svíþjóð af nýnas­ist­um þar í landi og er hreyf­ing­in einnig starf­rækt í Finn­landi, Nor­egi og Dan­mörku. 

Hreyf­ing­in leit­ar nú að fylg­is­mönn­um hér á landi og var dreifi­bréf­um frá hreyf­ing­unni dreift í hús í gær, meðal ann­ars í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur.  RÚV hef­ur eft­ir Ei­ríki Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, að lík­legt sé að mál­flutn­ing­ur þeirra fái hljóm­grunn hér á landi, þótt ólík­legt sé að þau nái út­breiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert