6. forseti lýðveldisins svarinn í embætti

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid voru glæsileg við komina …
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid voru glæsileg við komina í Alþingishúsið. mbl.is/Júlíus

Guðni Th. Jóhannesson hefur nú tekið við embætti forseta Íslands og er sjötti forseti lýðveldisins eftir að hafa veitt kjörbréfi sínu viðtöku frá forseta Hæstaréttar, sem óskaði honum velfarnaðar í starfi.

Guðni  gekk að því loknu með  forsetafrúnni fram á svalir þinghússins þar sem hann minntist fósturjarðarinnar með ferföldu húrrahrópi.

Lúðrasveit Reykjavíkur lék „Land míns föður“ eftir Þórarin Jónsson meðan á hyllingunni stóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka