Ánægja með ræðu Guðna

Guðni Th. Jóhannesson við innsetninguna í dag.
Guðni Th. Jóhannesson við innsetninguna í dag. mbl.is/Freyja Gylfa

Al­menn ánægja er með inn­setn­ing­ar­ræðu Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar fyrr í dag meðal leiðtoga þing­flokk­anna sem mbl.is náði tali af.

Talaði um helstu stoðir vel­ferðarsam­fé­lags­ins

Odd­ný G. Harðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir ræðuna hafa verið mjög góða og haft góðan tón. „Hann byrj­ar á að tala um helstu stoðir vel­ferðarsam­fé­lags­ins; heil­brigðismál og mennta­mál. Heil­brigðisþjón­usta og skóla­ganga eigi að vera aðgengi­leg hverj­um sem er, óháð efna­hag. Mér fannst hann slá þar góðan tón. Eins talaði hann um jafn­rétti og sam­hjálp­ina og legg­ur líka áherslu á lær­dóm, að við lær­um af sög­unni eins og hún er, þetta góða og þetta slæma og við lær­um af því.“

Nefn­ir hún að Guðni vilji sjálf­ur læra, bæði af for­set­um fyrri tíma og fólk­inu í land­inu. „Mér finnst hann gefa fólki þá von að hann muni ná sátt um embættið meðal lands­manna.“

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Odd­ný G. Harðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert

Skemmti­leg nálg­un

Mbl.is leitaði til Ragn­heiðar Rík­h­arðsdótt­ur, þing­flokks­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, en hvorki náðist í formann né vara­formann flokks­ins. Seg­ir Ragn­heiður Guðna hafa gert þetta mjög vel, hann hafi verið auðmjúk­ur og hóg­vær, en engu að síður fast­ur fyr­ir.

„Mér fannst hann taka skemmti­lega sam­an gamla og nýja tíma, landið okk­ar í nútíð og framtíð, göm­ul skáld í fortíð og nútíð, höfða til þess að við erum ekki öll eins sem byggj­um þetta land og sam­heldni.“

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Gott að for­set­inn leggi áherslu á sam­ein­ingu

„Þetta var ágæt­is­ræða og kannski merki­leg­ur þessi skýri boðskap­ur um opið sam­fé­lag, fjöl­breytni og fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag, sem mér finnst mik­il­vægt á þess­um tím­um,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs. „Ég er mjög sam­mála þessu og fannst mjög gott að for­set­inn leggi áherslu á sam­ein­ingu frem­ur en sundr­un.“

„Mér fannst hann slá sinn tón í ræðunni, sem mér fannst ríma al­veg við það sem hann talaði fyr­ir í kosn­inga­bar­áttu sinni. Ég held að það sé al­menn ánægja með þetta.“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Skynj­ar að Guðni vill vera for­seti allra

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, seg­ir sér finn­ast tvennt hafa staðið upp úr í ræðu Guðna, „[Það] voru til­vís­an­irn­ar í ljóð og texta sem hann hafði og svo fannst mér skína svo vel í gegn auðmýkt og fannst hann koma fram sem mjög vel upp­lýst, venju­leg mann­eskja.“ Hún hafi ekk­ert verið að greina póli­tík í ræðunni, en hafi fund­ist Guðni sam­kvæm­ur sjálf­um sér „og ég skynja að hon­um er mikið í mun um að vera for­seti allra.“

Spurð um um­mæli Guðna um stjórn­ar­skrána, seg­ist hún ekki vera sam­mála því sem hann legg­ur til, þar sem hann tal­ar um áfanga­sigra, en hafi fund­ist mik­il­vægt í ræðunni, þegar Guðni sagði „að eitt­hvað þarf að gera ef þingið treyst­ir sér ekki til að klára þessi mál og það var nú þess vegna sem það var búið til stjórn­lagaþing.“

Þá var hún sér­stak­lega ánægð með tvennt: „Í fyrsta lagi var ekki skylda að vera í kjól­föt­um eða síðkjól­um. Í öðru lagi var ég gríðarlega sátt með laga­valið, bæði í Dóm­kirkj­unni og við setn­ingu at­hafn­ar­inn­ar. Það vildi svo til að lagið sem var flutt við ljóð Lauf­eyj­ar Jak­obs­dótt­ur var eitt af mín­um upp­á­halds­lög­um eft­ir hana mömmu mína. Þetta var mjög sér­stakt.“

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Ekki alltaf sem maður hlust­ar á svona ræður

„Mér fannst þetta mjög góð ræða“, seg­ir Bryn­hild­ur Pét­urs­dótt­ir, þing­flokks­formaður Bjartr­ar framtíðar og nefn­ir frjáls­lyndi og víðsýni, spurð hvað hafi staðið upp úr. „Hann talaði um fjöl­breyti­leik­ann og mér fannst hann kveða við góðan tón.“

„Hann sagði það kannski ekki bein­um orðum en hann ræddi að við vær­um ekki hrædd við framtíðina og vær­um opin fyr­ir alþjóðleg­um áhrif­um. Mér fannst hún mjög góð, al­veg virki­lega. Það er ekki alltaf sem maður hlust­ar á svona ræður frá upp­hafi til enda.“

Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.
Bryn­hild­ur Pét­urs­dótt­ir, þing­flokks­formaður Bjartr­ar framtíðar. Ljós­mynd/​Hörður Sveins­son

Ekki náðist í formann, vara­formann né þing­flokks­formann Fram­sókn­ar­flokks­ins við gerð frétt­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert