Hátíðleg stund í blíðskaparveðri

Það var hátíðleg stund þegar Guðni Th. Jó­hann­es­son tók við embætti sem sjötti for­seti lýðveld­is­ins. Mik­ill mann­fjöldi var sam­an­kom­inn á Aust­ur­velli til að fylgj­ast með embættis­tök­unni í blíðskap­ar­veðri og virt­ist fólk al­mennt vera ánægt með nýj­an for­seta.

Boðsgest­ir sem voru við embættis­tök­una voru í sínu fín­asta pússi, þó nýr for­seti hafi óskað eft­ir að slaka á siðaregl­um í þess­um efn­um m.a. með til­liti til klæðnaðar. El­iza Reid ný for­setafrú tók sig þó vel út í skaut­bún­ingi sem til­heyrði tveim­ur for­ver­um henn­ar, en treyj­an er frá frú Dóru Þór­halls­dótt­ur, eig­in­konu Ásgeirs Ásgeirs­son­ar og pilsið frá frú Hall­dóru Eld­járn, eig­in­konu Kristjáns Eld­járns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert