Hátíðleg stund í blíðskaparveðri

Það var hátíðleg stund þegar Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti sem sjötti forseti lýðveldisins. Mikill mannfjöldi var samankominn á Austurvelli til að fylgjast með embættistökunni í blíðskaparveðri og virtist fólk almennt vera ánægt með nýjan forseta.

Boðsgestir sem voru við embættistökuna voru í sínu fínasta pússi, þó nýr forseti hafi óskað eftir að slaka á siðareglum í þessum efnum m.a. með tilliti til klæðnaðar. Eliza Reid ný forsetafrú tók sig þó vel út í skautbúningi sem til­heyrði tveim­ur for­ver­um henn­ar, en treyj­an er frá frú Dóru Þór­halls­dótt­ur, eig­in­konu Ásgeirs Ásgeirs­son­ar og pilsið frá frú Hall­dóru Eld­járn, eig­in­konu Kristjáns Eld­járns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert