Mikil ánægja með nýjan forseta

Guðni Th. Jóhannesson gengur í Dómkirkjuna.
Guðni Th. Jóhannesson gengur í Dómkirkjuna. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Hundruð komu sam­an á Aust­ur­velli til að fylgj­ast með form­legri embættis­töku nýs for­seta, Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar í dag. And­rúms­loftið við þing­húsið var þægi­legt og veður gott; logn og hlýtt. Mik­il ánægja virt­ist með nýj­an for­seta og tókst blaðamanni ekki að finna neinn sem ósátt­ur er með kjör Guðna.

Yngri muna bara Ólaf og eldri segja embættið hafa breyst

Yngra fólkið seg­ist ekki muna eft­ir öðru en for­setatíð Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar og lýst vel á breyt­ing­ar, en það eldra er al­mennt sam­mála um að viðhorf þjóðar­inn­ar til embætt­is­ins hafi breyst nokkuð. Ferðamenn sem voru viðstadd­ir í dag furðuðu sig síðan á lít­illi ör­ygg­is­gæslu.

„Mér líst ljóm­andi vel á dag­inn og Guðna“, seg­ir Erl­ing­ur Run­ólfs­son. Hann seg­ir þetta fyrstu embættis­tök­una sem hann fylg­ist með, en sé þó nógu gam­all til að hafa átt færi á að fylgj­ast með þeim öll­um. Eig­in­kona hans fylgd­ist þó með embættis­töku Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, en sjálf­ur var Erl­ing­ur upp­tek­inn við vinnu þann dag­inn, svo hann „var lög­lega af­sakaður“.

Erlingur Runólfsson.
Erl­ing­ur Run­ólfs­son. mbl.is/​Víf­ill

Erl­ing­ur seg­ist muna vel eft­ir fyrri for­set­um. „Ég man meira að segja eft­ir því þegar Ásgeir var kos­inn.“ Embættið hafi breyst með tím­an­um, líkt og þjóðfé­lagið og nú þurfi emb­ætt­is­menn að sanna sig á hverj­um degi, en ekki á fjög­urra ára fresti. Þá tel­ur hann minni virðingu borna fyr­ir for­set­an­um nú. „A.m.k. datt eng­um í hug að gera grín að for­set­an­um, fyrr en bara að Spaug­stof­an fór að gera það.“

Katrín Magnúsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir.
Katrín Magnús­dótt­ir og Mar­grét Guðmunds­dótt­ir. mbl.is/​Víf­ill

„Mér finnst þetta svo mik­il tíðindi. Það er ekki búið að setja inn nýj­an for­seta í svo mörg ár,“ seg­ir Katrín Magnús­dótt­ir, spurð hvers vegna hún sé á Aust­ur­velli í dag. „Ég var 10 ára þegar Ólaf­ur tók við, svo hann er for­set­inn sem maður er al­inn upp við.“ Þær Mar­grét Guðmunds­dótt­ir segj­ast báðar vera hrifn­ar af Guðna.

Eldri maður, sem blaðamaður ræddi við, en vildi ekki koma fram und­ir nafni, seg­ir þetta þriðju embættis­töku for­seta sem hann fylg­ist með. „Ég var þegar Ólaf­ur var kos­inn 1996 og þegar Kristján Eld­járn var 1968 við Þjóðminja­safnið.“ Var hann á því að at­höfn­in nú væru svipuð fyrri at­höfn­um frá sjón­ar­hóli áhorf­anda, en embættið hafi þó breyst með tím­an­um.

Ísak Kári Kárason og Marín Levý Árnadóttir.
Ísak Kári Kára­son og Marín Levý Árna­dótt­ir. mbl.is/​Víf­ill

„Okk­ur líst ótrú­lega vel á Guðna. Hann er tákn um nýja tíma,“ segja Ísak og Marín. Þau fædd­ust 1993 og 1992 og segj­ast ekki muna eft­ir öðru en Ólafi, en voru kom­in á Aust­ur­völl í dag til að sýna sín­um manni stuðning, eins og þau orðuðu það. 

Ursula og Peter frá Þýskalandi.
Ursula og Peter frá Þýskalandi. mbl.is/​Víf­ill

Nokkuð var um ferðamenn á Aust­ur­velli sem fylgd­ust með at­höfn­inni. Ursula og Peter frá Þýskalandi hafa dval­ist í tvær vik­ur á Íslandi og voru fyr­ir fram­an þing­húsið til að fylgj­ast með. Sögðu þau þetta fyrsta skiptið sem þau fylgj­ast með slíkri embættis­töku og fannst sér­stakt hversu lít­il ör­ygg­is­gæsla er á svæðinu. „Fjar­lægðin frá áhorf­end­um að emb­ætt­is­mönn­un­um er ótrú­lega lít­il. Maður mundi aldrei sjá þetta svona í Þýskalandi.“

Ræðan heyrðist illa

Ræða Guðna heyrðist held­ur illa á Aust­ur­velli og þeir sem aft­ar­lega voru misstu því af henni. Guðný og Jón­as voru meðal þeirra sem heyrðu ekki ræðuna, en þau ætla að hlusta á hana heima hjá sér á eft­ir. Þau segja Guðna góðan og traust­an mann. Spurð hvort þau hafi mætt á embættis­töku fyrri for­seta segj­ast þau hafa mætt bæði hjá Ólafi og Vig­dísi. „Það er skylda fyr­ir okk­ur Reyk­vík­inga. Maður verður að sýna smá virðing­ar­vott.“

Fjöldi kom saman á Austurvelli í dag.
Fjöldi kom sam­an á Aust­ur­velli í dag. mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son

Þeir viðmæl­end­ur sem mbl.is ræddi við og heyrt höfðu ræðuna sögðu hana góða. „Það skein út úr mann­in­um hver hann er í ræðunni,“ sagði kona á besta aldri.

Pokémon-þjálf­ar­ar hylltu for­set­ann

Pokémon-þjálf­ar­ar virt­ust fjöl­menna á Aust­ur­völl í dag í von um góða veiði í smá­for­rit­inu Pokémon Go. Þeir þjálf­ar­ar sem mbl.is ræddi við sögðu allt krökkt af Pokémon­um á svæðinu, en Pokémon-stöðvar eru víða í miðbæn­um, meðal ann­ars við stytt­una af Jóni Sig­urðssyni.

Þá höfðu ein­hverj­ir sett upp svo­kallaðar Pokémon-gildr­ur við þær stöðvar, en þær laða að fleiri Pokémona, sem aðrir þjálf­ar­ar njóta góðs af og geta fangað.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert