Mynd 1 af 34Dorrit er sjaldan að tvínóna við hlutina. Á ólympíuleikunum í Peking sumarið 2008, þegar íslenska handknattleikslandsliðið vann til silfurverðlauna, lagði hún hönd á plóg í sjúkranuddinu.mbl.is/Brynjar Gauti
Mynd 2 af 34Dorrit virtist afar hrifin af þessum stálpaða kálfi sem hún hitti í fjósinu á Hríshóli í Eyjafirði í opinberri heimsókn forsetans um svæðið.
Kristján Kristjánsson
Mynd 3 af 34Dorrit kynnti sér störf fólks á vettvangi eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010. Myndin er tekin við Vík í Mýrdal. Jónas Erlendsson
Mynd 4 af 34 Eggert Magnússon, heiðursformaður KSÍ, og Dorrit Moussaieff stigu svo sannkallaðan gleðidans á Allianz Riviera-leikvangnum í Nice eftir leikinn gegn Englendingum.Skapti Hallgrímsson
Mynd 5 af 34 Ólafur Ragnar og „heitkona hans“, eins og Dorrit Moussaieff var þá kölluð, mynduð við Taj Mahal-hofið í október 2000 í opinberri heimsókn til Indlands.Ragnar Axelsson
Mynd 6 af 34Dorrit Moussaieff heimsækir ólympíuþorpið á leikunum í Peking árið 2008. Brynjar Gauti
Mynd 7 af 34Dorrit í stúkunni á landsleik í handbolta. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Mynd 8 af 34 Forsetafrúin var kát þegar hún fékk það hlutverk að nefna flugvél WOW air á síðasta ári. Var hún nefnd
Freyja við hátíðlega athöfn á Reykjavíkurflugvelli.Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Mynd 9 af 34Dorrit skreið ofan í op á Cu Chi-stríðsgöngunum í opinberri heimsókn til Víetnam í fyrra.
Mynd 10 af 34Dorrit skoðar orkídeur í heimsókn forsetahjónanna í Singapúr.
Mynd 11 af 34Dorrit skellti sér á lögreglumótorhjól fyrir utan Bessastaði síðasta sumar að lokinni heimsókn furstans af Mónakó í forsetabústaðinn.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Mynd 12 af 34Dorrit og Ólafur Ragnar við innsetningarathöfn nýs forseta, Guðna Th. Jóhannessonar, við Alþingishúsið.Júlíus Sigurjónsson
Mynd 13 af 34Forsetahjónin saman á svölum þinghússins árið 2008 eftir að Ólafur Ragnar hafði svarið embættiseið í fjórða skipti.mbl.is/Frikki
Mynd 14 af 34Dorrit Moussaieff skaut óvænt upp kollinum sem vinkonu forsetans í september 1999. Forsetinn lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali að hann hefði eignast vinkonu og óskaði eftir því að þjóðin veitti sér tilfinningalegt svigrúm til að þróa með sér tilfinningar gagnvart henni. Nokkrum dögum síðar axlarbrotnaði Ólafur Rangar er hann féll af hestbaki. Voru þau mynduð er þau yfirgáfu sjúkrahúsið, hönd í hönd. Júlíus Sigurjónsson
Mynd 15 af 34„Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve þakklátur ég er fyrir þá gæfu að Dorrti skuli hafa tekið mér, samþykkt að deila með mér og við saman lífinu sem eftir er,“ sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundi í maí 2000 er hann opinberaði trúlofun þeirra.mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Mynd 16 af 34Ólafur Ragnar og „heitkona hans“, eins og Dorrit Moussaieff var
þá kölluð, mynduð við Taj Mahal-hofið í október 2000 í opinberri heimsókn til Indlands
ásamt Döllu Ólafsdóttur. Fréttamaður á staðnum ýjaði að því að von væri á yfirlýsingu frá
þeim um hvenær þau ætluðu að ganga í það heilaga enda greinilega ástfangið fólk á ferð.mbl.is/RAX
Mynd 17 af 34Smalahundarnir á Dalsmynni sýna listir sínar og Dorrit í lopapeysu með hestamynstri sem var prjónuð handa henni sérstaklega. mbl.is/Þorkell
Mynd 18 af 34Börn hafa ávallt þyrpst að Dorrit hvert sem hún fer. mbl.is/Valdís Thor
Mynd 19 af 34Bill og Hillary Clinton voru afar ánægð með Íslandsheimsókn sína árið 2005, en hér drekka þau kaffi með Dorrit Moussaieff og Ólafi Ragnari á Bessastöðummbl.is/ÞÖK
Mynd 20 af 34George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heimsótti Ísland sumarið 2006 en forsetahjónin færðu Bush meðal annars veiðistöng, -hjól og flugu í bandarísku fánalitunum. Var það gert að frumkvæði forsetafrúarinnar sem forsetinn sagði í gamansömum tón ávallt þurfa að breyta fyrirliggjandi áætlunum.mbl.is/ÞÖK
Mynd 21 af 34Dorrit tók á móti Sylvíum Nóttum á Bessastöðum á öskudaginn 2006 og hóf söfnun ABC barnahjálpar um leið.mbl.is/Árni Sæberg
Mynd 22 af 34Dorrit er mikil vatnasportmanneskja en árið 2004 var hún verndari Siglingadaga á Ísafirði og skellti sér á sjóskíði af því tilefni. Forsetinn sagði síðar í ræðu að líklega hafi einhverjar haldið að áhættuleikari hafi verið fenginn til að leika Dorrit þar sem hún þeyttist á sjóskíðum fram og aftur um höfnina.Halldór Sveinbjörnsson
Mynd 23 af 34Dorrit og Ólafur í opinberri heimsókn í Austur-Skaftafellssýslu. Þar kynntu þau sér m.a. starfsemi Skinneyjar-Þinganess.Kristinn Ingvarsson
Mynd 24 af 34„Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi,“ verða án efa ein fleygustu orð 21. aldarinnar. Svo mælti forsetafrúin í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann Spánverja í undanúrslitunum á Ólympíuleikunum í Peking. Hér faðmast hún og varnarmaður liðsins, Sverre Jakobsson.mbl.is/Brynjar Gauti
Mynd 25 af 34Ólafur Ragnar og Dorrit horfa til fólks sem safnaðist saman við þingsetningu árið 2009 og sló saman búsáhöldum.Ragnar Axelsson
Mynd 26 af 34Dorrit og ÓlafurRagnar haldast í hendur við biskupsvíslu Agnesar M. Sigurðsdóttur árið 2012 þegar hún varð fyrst kvenna til að gegna embættinu. mbl.is/Eggert
Mynd 27 af 34Dorrit og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Bessastöðum í tilefni heimsóknar Frakklandsforseta. Eggert Jóhannesson
Mynd 28 af 34Forsetahjónin að kveðja Francois Hollande Frakklandsforseta á tröppunum á Bessastöðum.Eggert Jóhannesson
Mynd 29 af 34Eins og þjóðin öll var forsetafrúin í skýjunum með gengi Íslands á EM í sumar. Eftir frækilegan 2-1 sigur
Íslendinga á Englendingum gerði hún sér lítið fyrir og stökk í fangið á markverði Íslands, Hannesi Þór Halldórssyni.Þorgrímur Þráinsson
Mynd 30 af 34Forsetahjónin í ólympíuþorpinu í Peking árið 2008.
Birtist á baksíðu með tilvísun á bls. 37Brynjar Gauti
Mynd 31 af 34 Dorrit lagar forsetann aðeins til í veislu árið
2011 þegar Alexander Petersson var útnefndur íþróttamaður ársins.Kristinn Ingvarsson
Mynd 32 af 34Umtalað var þegar Dorrit fór og stóð meðal fólksins á Austurvelli við þingsetninguna 2011, er mótmæli voru enn tíð í kjölfar hrunsins. Á meðan fóru þingmenn og forsetinn í guðsþjónustu í Dómkirkjunni.Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Mynd 33 af 34Forsetafrúin lét sig ekki muna um að taka snúning í hjólastól
þegar Íþróttafélagið Glóð kynnti hjólastóla- og göngugrindardans 2010.Ómar Óskarsson
Mynd 34 af 34Ólafur og Dorrit við alþingishúsið við innsetningu nýs forseta. Dorrit sendi landsmönnum fingurkoss í kveðjuskyni.Kristinn Ingvarsson
Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, kom eins og ferskur andblær inn í íslenskt þjóðlíf árið 1999. Vöktu hispursleysi hennar og lífleg framkoma fljótt athygli, jafnt fjölmiðla og þjóðarinnar.
Dorrit og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, kynntust í hádegisverðarboði í London í gegnum sameiginlega vini en þar urðu þau sessunautar. Ólafur greindi frá því á sínum tíma að þá hefðu neistar kviknað á milli þeirra og hann smátt og smátt fengið nýja trú á lífið og hamingjuna.
Þau giftu sig 14. maí 2003, á afmælisdegi forsetans.
Nú hafa Ólafur Ragnar og Dorrit kvatt Bessastaði. Myndasafn Morgunblaðsins geymir sannarlega gullmola úr lífi hennar og starfi hérlendis síðustu 16 árin eins og sjá má í meðfylgjandi myndasyrpu. Á síðustu myndinni í syrpunni fær íslenska þjóðin fallega kveðju frá Dorrit.