„Himnastiginn“ í regnbogalitunum

Hinseg­in dag­ar í Reykja­vík hófust form­lega á há­degi í dag þegar stjórn hátíðar­inn­ar og Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, máluðu fyrstu gleðirend­urn­ar á tröpp­ur Mennta­skól­ans í Reykja­vík. 

„Í mínum huga hefur þetta þá þýðingu að við erum að undirstrika að Reykjavík er mannréttindaborg og Reykjavík er borg fyrir alla, þar sem allir litir geta notið sín og allskonar fólk; svona og hinsegin. Ég er mjög stoltur af því að vera borgarstjóri í svoleiðis borg því þannig held ég að við viljum hafa Reykjavík,“ sagði Dagur B. Eggertsson í samtali við mbl.is.

Stiginn fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík er orðinn ansi litskrúðugur.
Stiginn fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík er orðinn ansi litskrúðugur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eins og kunn­ugt er var Skóla­vörðustíg­ur­inn málaður í regn­boga­lit­un­um í fyrra en í ár var ákveðið að finna nýj­an stað í tengslum við þema hátíðarinnar í ár sem er: „sag­an okk­ar – saga hinseg­in fólks“.

Staðsetn­ing regn­bog­ans er því eng­in til­vilj­un enda húsa­kynni Mennta­skól­ans í Reykja­vík alda­göm­ul og saga þeirra löng og lit­rík. Það má því segja að um sögu­lega stund verði að ræða þegar Gleðiganga Hinseg­in daga geng­ur fram­hjá regn­boga­lituðum tröpp­um eins elsta húss miðborg­ar­inn­ar.  

Hinseg­in dag­ar eru nú haldn­ir í átjánda sinn og hafa vaxið og dafnað með hverju ári. Í ár standa Hinseg­in dag­ar frá 2. til 7. ág­úst og á dag­skránni eru um 30 viðburðir af ýms­um toga, þar má nefna mynd­list­ar­sýn­ingu, tón­leika, dans­leiki, drag- og spuna­sýn­ing­ar og margt fleira.

Líkt og fyrri ár nær hátíðin hápunkti sín­um á laug­ar­degi með gleðigöngu og úti­hátíð á Arn­ar­hóli. Und­an­far­in ár hafa um 70.000-100.000 gest­ir tekið þátt í dag­skrá Hinseg­in daga í tengsl­um við gleðigöng­una og bú­ast skipu­leggj­end­ur við mikl­um mann­fjölda í ár enda veður­spá­in góð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka