Mikill og óvæntur heiður

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. mbl.is/Júlíus

„Það er okk­ur íbú­um Sól­heima óvænt­ur og mik­ill heiður að fyrsta op­in­bera heim­sókn þeirra hjóna skuli vera til Sól­heima,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Sól­heim­um í Gríms­nesi en Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, og frú El­iza Reid heim­sækja Sól­heima á morg­un. 

Tekið verður á móti for­seta­hjón­un­um klukk­an 11 við Sesselju­hús þar sem gest­ir munu m.a. skoða sýn­ing­una Hrein orka betri heim­ur. Snædd­ur verður há­deg­is­verður með íbú­um og munu for­seta­hjón­in eft­ir há­degi skoða vinnu­stof­ur, verk­stæði og fyr­ir­tæki Sól­heima. List­sýn­ing með verk­um íbúa verður skoðuð sem og sýn­ing sem sett var upp til minn­ing­ar um ís­lands­göngu Reyn­is Pét­urs.

Heim­sókn for­seta­hjón­anna lýk­ur með sam­veru í Sól­heima­kirkju sem hefst klukk­an 16.00. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert