Fyrsta heimsóknin hafin

For­seti Íslands Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid for­setafrú heim­sækja nú Sól­heima í Gríms­nesi. Heim­sókn­in hófst við Vig­dís­ar­hús þar sem tekið var á móti for­seta­hjón­um en síðan var gengið að Sesselju­húsi, upp­lýs­inga- og fræðslumiðstöð um um­hverf­is­mál.

Pét­ur Svein­bjarn­ar­son stjórn­ar­formaður Sól­heima rak þar sögu Sól­heima í stuttu máli og Guðmund­ur Ármann Pét­urs­son fram­kvæmda­stjóri ger­ir grein fyr­ir þeirri fjölþættu starf­semi sem þar fer fram. Þá munu for­seta­hjón­in skoða sýn­ing­una Sjálf­bærni Sól­heima og sjálf­bæra heim­ilið.

Eft­ir há­deg­is­verð með íbú­um Sól­heima heim­sækja for­seta­hjón­in síðan vinnu­stof­ur, verk­stæði og fyr­ir­tæki Sól­heima, kynna sér kerta­gerð og smíðaverk­stæði, lista­smiðju, vef­stofu, leir­gerð og jurta­stofu og skoða sýn­ing­una Lyst á list.

For­seta­hjón­in munu síðan gróður­setja tré við Sól­heima­kirkju og dag­skránni lýk­ur með kveðju­stund í kirkj­unni þar sem Sól­heimakór­inn flyt­ur tvö lög und­ir stjórn Lárus­ar Sig­urðar­son­ar og for­seti Íslands flyt­ur ávarp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert