Opnunarhátíð Hinsegin daga 2016 fór fram í Silfurbergi Hörpu í kvöld fyrir fullum sal. Þema Hinsegin daga í ár saga réttindabaráttu hinsegin fólks og er fjölbreytt dagskrá framundan um helgina.
Frábær stemning var á hátíðinni og mikil gleði að sögn Gunnlaugs Braga, gjaldkera hinsegin daga. Farið var í gegnum söguna í tali og tónum og henni gerð góð skil frá árinu 1970 til ársins í ár. Fram komu meðal annars Bjartmar Þórðarson, Hafsteinn Þórólfsson og Margrét Eir auk fleiri listamanna.
„Við erum í skýjunum,“ segir Gunnlaugur, „nú erum við algjörlega tilbúin í það sem koma skal,“ en fjölbreytt dagskrá er framundan um helgina.
Í meðfylgjandi syrpu má sjá myndir frá opnunarhátíðinni.