Borgarstjórinn í skreyttum vagni

Stjórn Hinsegin daga og borgarstjóri Reykjavíkur leggja grunn að regnboganum …
Stjórn Hinsegin daga og borgarstjóri Reykjavíkur leggja grunn að regnboganum á Skólavörðustíg árið 2015. Ljósmynd/Hinsegin dagar

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, verður í fyrsta skipti á skreyttum vagni í Gleðigöngunni á morgun. Með honum í vagninum verður borgarráð Reykjavíkur ásamt hópnum sem annast framkvæmd göngunnar.

„Reykjavík Pride-hópurinn kynnti þessa hugmynd fyrir okkur og okkur fannst hún frábær,“ segir Dagur í samtali við vefsíðuna Gay Iceland.

„Allir úr borgarráði voru beðnir um að taka þátt í ár og ég held að þeir verði um tíu í heildina.“

Dagur kveðst þó ekki ætla að feta í fótspor forvera síns í embætti, Jóns Gnarr, og vera í dragi í Gleðigöngunni. Hann reiknar samt ekki með því að klæðast jakkafötum og bindi eins og hann er vanur.

Jón Gnarr í Gleðigöngunni árið 2011.
Jón Gnarr í Gleðigöngunni árið 2011. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert