Hvergi vont veður

Svona lítur veðurspáin út kl. 12 á morgun.
Svona lítur veðurspáin út kl. 12 á morgun.

Það verður hvergi vont veður um helgina, að sögn Birtu Líf Kristinsdóttur, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. „Veðrið um helgina  verður með svipuðu móti og verið hefur. Það verður hægur vindur  alla helgina og það er helst að það gæti orðið smá strekkingur við suðaustur- og austurströndina á sunnudagsmorgun, ef hann nær þá inn á land,“  segir hún. Hvergi sé því ástæða til að fresta för vegna veðurs.

Birta Líf segir þó að  búast megi við skúrum á einhverjum tímapunkti um helgina. Í dag megi þannig búast við skúrum víða um land og þeirra verði einna síst vart norðvestan til. Á morgun gerir spáin síðan ráð fyrir skúrum norðaustan til og svo stöku skúrum sunnan- og vestanlands. Á sunnudag megi svo búast ágætis veðri um land allt og víðast hvar þurrviðri.

„Það verður hæg norðlæg átt og bjart yfir. Mestu skýin  verða við norðurströndinaH, en það birtir aftur yfir þegar kemur inn til landsins

Hlýjast verður um sunnan og vestanvert landið og á sunnudag  gæti hitinn náð 19 stigum sunnalands, en 17-18 stigum í höfuðborginni. Eitthvað svalara verður norðan- og norðaustanlands, en Birta Líf á von á að þar hlýni á ný eftir helgi.  

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert