Langt frá því að vera einfalt verkefni

Ferðaþjónustan hefur átt stóran þátt í þeim hagvexti sem verið …
Ferðaþjónustan hefur átt stóran þátt í þeim hagvexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár. mbl.is/Ómar

„Þetta er mjög áhuga­vert og spenn­andi starf. Það er vænt­an­lega með stærri áskor­un­um sem ís­lenskt þjóðfé­lag stend­ur frammi fyr­ir, bæði með til­liti til um­hverf­is- og nátt­úru­mála og þjóðar­inn­ar sjálfr­ar, hvernig við tök­um á móti ferðamönn­um, tryggj­um vel­ferð þeirra og upp­lif­un þegar þeir ferðast hér um landið og sýn­um þeim gest­risni,“ seg­ir Óskar Jós­efs­son, nýr fram­kvæmda­stjóri Stjórn­stöðvar ferðamála, en hann tók til starfa á miðviku­dag.

Stjórn­stöð ferðamála er sam­starfs­vett­vang­ur stjórn­valda, Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Sam­taka ferðaþjónst­unn­ar. Hún mun starfa í fimm ár, til loka árs 2020, og mun á þeim tíma sam­hæfa aðgerðir og út­færa leiðir í sam­vinnu við opin­ber­ar stofn­anir og hags­muna­að­ila í ferða­þjón­ustu. Er mark­miðið að leggja þann trausta grunn sem kallað er eft­ir í ís­lenskri ferðaþjón­ustu, sem hef­ur vaxið veru­lega und­an­far­in ár og er nú orðinn einn meg­in­út­flutn­ings­at­vinnu­veg­ur þjóðar­inn­ar.

Hörður Þór­halls­son var ráðinn fram­kvæmda­stjóri stjórn­stöðvar­inn­ar tíma­bundið, en hann lét af störf­um í sum­ar og var þá starfið aug­lýst laust til um­sókn­ar. Var Óskar val­inn úr hópi 42 um­sækj­enda.

Verk­efni stjórn­stöðvar­inn­ar eru skil­greind í ferðamála­stefnu stjórn­valda, Veg­vísi í ferðaþjón­ustu, sem samþykkt var síðasta haust.

Verk­efn­in eru mörg og fjöl­breytt, en þau fela meðal ann­ars í sér sam­hæf­ingu og ein­föld­un stjórn­kerf­is, fjár­mögn­un innviða, nátt­úru­vernd, fag­lega upp­bygg­ingu grein­ar­inn­ar og gæðastarf.

Frétt mbl.is: Óskar stýr­ir Stjórn­stöð ferðamála

Óskar seg­ist ekki eiga von á því að sér fylgi mikl­ar áherslu­breyt­ing­ar í starfi. „Ég kem inn í þau verk­efni sem eru í vinnslu og held áfram á þeirri braut sem hef­ur verið mörkuð. Þegar fram líða stund­ir, og ég hef fengið meiri inn­sýn inn í starfið, þá get­ur vel verið að það verði ein­hverj­ar áherslu­breyt­ing­ar, en þær verða aldrei neitt stór­vægi­leg­ar í sjálfu sér.“

Vöxt­ur­inn reynt mjög á innviðina

Hann seg­ir ljóst að vöxt­ur­inn í ferðaþjón­ust­unni und­an­far­in fjög­ur til fimm ár hafi reynt mjög á innviði lands­ins.

Óskar Jósefsson.
Óskar Jós­efs­son. Ljós­mynd/​At­vinnu­vegaráðuneytið

„Í þeim efn­um hafa ýmis brýn verk­efni verið sett af stað sem snúa að bæði upp­bygg­ingu ferðamannastaða og um­gjörð í kring­um þá. Einnig verk­efni sem snúa að sam­göng­um, lög­gæslu, ör­ygg­is­mál­um og ann­arri innviðaupp­bygg­inu. Mörg verk­efni eru í vinnslu, eins og Veg­vís­ir­inn í ferðaþjón­ustu sem áfram verður unnið með, þar til þau fara í fram­kvæmdafarsa,“ út­skýr­ir Óskar.

Auk þess þurfi áfram að kanna hug­mynd­ir um gjald­töku á ferðamanna­stöðum og taka til skoðunar þann kostnað sem fell­ur til vegna þeirra ferðamanna sem koma hingað til lands; hvernig hægt sé að mæta þeim kostnaði sem mynd­ast, skapa tekj­ur gagn­vart hon­um og ráðstafa á móti.

Horfa til sjáv­ar­út­veg­ar­ins

„Við erum einnig að kort­leggja gagna­öfl­un­ina og úr­vinnslu upp­lýs­inga sem snúa að at­vinnu­grein­inni,“ seg­ir Óskar og bend­ir á að í þeim efn­um sé hægt að horfa til sjáv­ar­út­veg­ar­ins og hvernig sú at­vinnu­grein hef­ur náð að nýta gögn til grund­vall­ar ákv­arðana­töku og mark­miðssetn­ingu í grein­inni.

Enn sé mikið verk fyr­ir hönd­um inn­an ferðaþjónst­unn­ar, þess­ar­ar ungu at­vinnu­grein­ar, að safna gögn­um til upp­lýs­inga um þróun og til grund­vall­ar skyn­sam­leg­um ákvörðunum.

Mikill vöxtur í ferðaþjónustu hefur reynt á innviði landsins.
Mik­ill vöxt­ur í ferðaþjón­ustu hef­ur reynt á innviði lands­ins. mbl.is/Ó​mar

All­ir tali sam­an

Hann seg­ir að hlut­verk stjórn­stöðvar­inn­ar sé að tengja sam­an hags­munaaðila inn­an ferðaþjónst­unn­ar, þannig að all­ir tali sam­an. „Stjórn­stöðin er það afl sem á að tryggja að hagaðilar, bæði inn­an stjórn­sýsl­unn­ar og at­vinnu­grein­ar­inn­ar sjálfr­ar, tali sam­an, komi sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi og kom­ist að niður­stöðu um hvernig við get­um best und­ir­búið okk­ur und­ir það að taka á móti stöðugt vax­andi ferðamanna­straumi til lands­ins.“

Hann seg­ir aðferðafræðina á bak við stjórn­stöðina ný­stár­lega og spenn­andi. „Mark­miðið með aðferðafræðinni er að ná fram meiri skil­virkni í kerfisaðlög­un hjá okk­ur og gera skyn­sam­leg­ar breyt­ing­ar.

Þetta er um­fangs­mikið verk­efni og langt frá því að vera ein­falt í fram­kvæmd, en aðferðafræðin er áhuga­verð og ég hef fulla trú á því að hún muni skila ár­angri.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka