Sá tösku fulla af vopnum

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Íbúar í Fellahverfi í Breiðholti sem urðu vitni að vopnuðum slagsmálum sem þar brutust út í kvöld telja að 40 til 50 manns hafi verið viðriðnir slagsmálin. „Ég hef aldrei séð jafnmarga á planinu fyrir framan sjoppuna,“ sagði sjónarvottur blaðamanni mbl.is sem var á staðnum.

Maðurinn sem mbl.is ræddi við sagðist hafa séð að minnsta kosti tvo vopnaða afsöguðum haglabyssum og þá hefði hann séð út um glugga á íbúð sinni ofan í tösku fulla af vopnum. Sama vitni taldi sig einnig hafa heyrt þrjár sprengingar en ekki hafa fengist upplýsingar frá lögreglu um slíkt.

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Frétt mbl.is: Heyrði skothvelli í Iðufelli

Önnur vitni sem stödd voru í söluturninum Iðufelli höfðu um klukkan 19 í kvöld tilkynnt lögreglu um slagsmál fyrir utan söluturninn, lögregla hefði þá komið á vettvang en slagsmál aftur brotist út þegar lögregla var farin.

„Þeir voru að ýta hver öðrum og slást,“ segir vitni sem hringdi aftur í lögreglu um klukkan hálfníu í kvöld þegar hiti hafði færst aftur í leikinn. Segist vitni hafa verið með lögreglu á línunni þegar hún heyrði tvo skothvelli.

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Íbúi í næstu blokk, sem fylgdist með atburðarásinni, segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins, einhverjir mannanna hafi verið með hvíta klúta um hálsinn sem minntu á taubleiur.

Öll vitni sem mbl.is ræddi við segja að nokkrir tugir hafi verið á svæðinu viðriðnir slagsmálin sem voru ekki aðeins bundin við planið fyrir framan söluturninn, heldur hafi fólkið verið á hlaupum víða um Fellahverfið.

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. mbl.is/Freyja Gylfadóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert