Fyrsti forsetinn í hinsegin göngu

Guðni Th Jóhannesson og fjölskylda verða í Gleðigöngunni í dag.
Guðni Th Jóhannesson og fjölskylda verða í Gleðigöngunni í dag.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður fyrsti forseti þjóðríkis í sögunni til að taka þátt í hinsegin göngu. Hann segist undanfarin ár hafa notið göngunnar með fjölskyldunni og hafi ekki ætlað að breyta þeirri venju þótt hann tæki við sem forseti. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna á vefnum Gay Iceland í dag.

Segist hann ekki hafa velt því mikið fyrir sér hvort um sögulegan viðburð væri að ræða þegar hann sagði já við því að flytja ávarp í dagskrá Gleðigöngunnar við Arnarhól seinna í dag.

Þá segir Guðni að hann telji samfélagið vera að færast í rétta átt hvað varðar mannréttindi fólks. Segist hann ætla að halda áfram að tala fyrir mannréttindum og góðum málefnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert