Kúabúskapur myndi hrynja

Ari Edwald, forstjóri MS.
Ari Edwald, forstjóri MS. Styrmir Kári

Mjólkursamsalan hefur kært úrskurð Samkeppniseftirlitsins um meinta misnotkun markaðsráðandi stöðu gagnvart keppinauti til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Vonast Ari Edwald, forstjóri MS, til þess að niðurstaða málsins verði sú að MS verði ekki gert að greiða nein viðurlög.

„Mjólkursamsalan axlar að sjálfsögðu ábyrgð á þeirri niðurstöðu sem verður, hvort sem endanleg niðurstaða verður sú að okkar túlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga hafi verið rétt eða röng,“ segir Ari í samtali við Morgunblaðið.

Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir breytingum á núverandi fyrirkomulagi verðlagningar mjólkurafurða. Ari telur að skoða þurfi betur hvaða áhrif þær hafi. Ef ráðist verði í miklar breytingar og sérstaklega ef farið verði að tillögum Samkeppniseftirlitsins um frekari tollalækkanir og aukinn innflutning mjólkurvara yrði afkoma bænda ótrygg. Það myndi einnig leiða til þess að kúabúskapur hér á landi myndi dragast saman um tugi milljóna lítra, ef til vill um þriðjung frá því sem nú er. Svo stórfelldar breytingar, sem myndu hafa víðtæk áhrif á uppbyggingu heillar atvinnugreinar og á byggð í landinu, sé eðlilegt að fjalla um á Alþingi að sögn Ara, en rætt er nánar við hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert