Fanney Birna segir upp störfum

Fanney Birna Jóns­dótt­ir, aðstoð­ar­rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, hefur sagt upp störfum hjá 365. Hún hefur hefur gegnt stöð­unni í tæpt ár, en Fanney Birna tók við henni í ágúst 2015.

Kjarninn greinir frá þessu.

Í tilkynningu sem samþykkt var á fundi starfsmanna í gær og send til fjölmiðla í dag kom fram að starfs­menn Frétta­blaðsins og Vís­is, „mót­mæla harðlega óverðskuldaðri upp­sögn yf­ir­manns ljós­mynda­deild­ar 365, Pjet­urs Sig­urðsson­ar.“ 

Frétt mbl.is: Mótmæla harðlega uppsögn Pjeturs

Fanney Birna staðfesti frétt Kjarnans í samtali við mbl.is. Spurð um ástæðu uppsagnarinnar og hvort hún tengist uppsögn Pjeturs sagðist hún ekki vilja tjá sig um málið.

Sagði Kristínu leggja sig í einelti

Frétta­tím­inn greindi frá því um helg­ina að aðal­rit­stjóri 365 miðla, Krist­ín Þor­steins­dótt­ir, hefði sagt Pjetri upp störf­um. Hann var í frétt­inni sagður hafa sakað hana um að leggja sig í einelti. Þá hafði Frétta­tím­inn heim­ild­ir fyr­ir því að slegið hefði í brýnu á starfs­manna­fundi eft­ir upp­sögn­ina á milli starfs­fólks og rit­stjór­ans. Starfs­manna­stjór­inn, sem hafði at­hugað málið, hef­ur sagt upp störf­um.

Til­kynn­ing starfs­manna, sem send var út í morg­un, í heild: 

„Við, starfs­menn Frétta­blaðsins og Vís­is, mót­mæl­um harðlega óverðskuldaðri upp­sögn yf­ir­manns ljós­mynda­deild­ar 365, Pjet­urs Sig­urðsson­ar. Jafn­framt eru hörmuð óá­sætt­an­leg vinnu­brögð aðal­rit­stjóra og yf­ir­stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins í aðdrag­anda upp­sagn­ar Pjet­urs og við kynn­ingu á henni til sam­starfs­manna hans.

Við bein­um því til stjórn­ar og stjórn­enda 365 að tryggja að slík fram­ganga, sem gref­ur und­an fag­leg­um grunni og trú­verðug­leika frétta­stof­unn­ar, geti ekki end­ur­tekið sig.

Pjet­ur Sig­urðsson hef­ur þriggja ára­tuga reynslu sem blaðaljós­mynd­ari. Þar af þrett­án ára starfs­fer­il hjá Frétta­blaðinu og Vísi. Hann á að baki far­sæl­an fer­il og hef­ur reynst góður sam­starfsmaður.

Við telj­um að öll meðferð máls­ins hafi skaðað al­var­lega það traust sem verður að ríkja inn­an rit­stjórn­ar­inn­ar.

Samþykkt ein­róma á fundi starfs­manna Frétta­blaðsins og Vís­is  8. ág­úst 2016.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert