Læri einhyrnings geymt í bílskúr?

Páll Óskar og dansarar á einhyrningnum í Gleðigöngunni.
Páll Óskar og dansarar á einhyrningnum í Gleðigöngunni. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

„Ég er komin 50 skrefum lengra núna en þegar ég óskaði eftir þessu,“ segir fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack.

Hún leitar að geymsluplássi fyrir einhyrninginn sem Páll Óskar Hjálmtýsson notaði í Gleðigöngunni um síðustu helgi. 

Frétt mbl.is: Vill geyma einhyrning Páls Óskars

„Það eru allir angar úti. Ég er komin í samband við nokkra sem hafa ítök og eru að reyna að finna einhvern stað,“ segir Margrét. „Við krossleggjum putta. Ætli ég hafi ekki hálfan sólarhring til að redda þessu. Ég hef fulla trú á að þetta takist."

Margrét Erla Maack leitar að geymsluplássi fyrir einhyrninginn.
Margrét Erla Maack leitar að geymsluplássi fyrir einhyrninginn.

Hún segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni sinni á Facebook og að margir hafi deilt henni. „Einn sagði: „Ég á bílskúr. Ég get kannski tekið lærið“. Eins og maður sé einhver kjötiðnaðarmaður,“ segir hún og hlær, en einhyrningurinn er 10 metrar á lengd og 8 metrar á hæð.

Margrét og félagar hennar eru að vinna að verkefni á sviði barnamenningar og vilja þau gjarnan nota vagninn þar. Um er að ræða safn fyrir börn og fullorðna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert