Vill geyma einhyrning Páls Óskars

Páll Óskar og dansarar á einhyrningnum sem þeir óku á.
Páll Óskar og dansarar á einhyrningnum sem þeir óku á. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack vill geyma einhyrning sem Páll Óskar notaði í Gleðigöngunni í ár. Finni hún ekki pláss fyrir hann í dag eða á morgun verður hann tekinn í sundur og settur í endurvinnslu. Dýrið er engin smásmíði, 10 metrar á lengd og átta metrar á hæð.

Margrét segir í samtali við mbl.is að hún og félagar hennar hafi fengið hugmyndina um helgina þegar vagninn blasti við í göngunni. Þau vinna að verkefni á sviði barnamenningar og vilja þau gjarnan nota vagninn þar. Aðspurð segist hún ekki geta greint nánar frá verkefninu að svo stöddu.

Hún óskar eftir geymsluplássi fyrir einhyrninginn á Facebook og vonast eftir því að einhver geti hýst hann í allt að tvö ár. Venjulega eru skreytingarnar teknar í sundur og af vögnunum sem þarf að skila eftir gönguna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka